17.7.2007 | 12:33
Ég er bara að vinna vinnuna mína - smá upprifjun í sagnfræði
Í Nürnberg réttarhöldunum í lok síðari heimstyrjaldar afsökuðu sakborningar sig með því að þeir hefðu einungis verið að hlýða skipunum, eða verið að vinna vinnuna sína þegar þeir skipulögðu þjóðarmorð á gyðingum. Verkfræðingarnir reiknuðu út lestarferðirnar, arkitektar skipulögðu fangelsin og þar fram eftir götunum. Allt var þetta vandlega skipulagt.
Í þessum réttarhöldum var vandlega tekið á málinu um siðferðislega ábyrgð, þ.e. hver og einn ber endanlega ábyrgð á gjörðum sínum hvort sem hann hefur fengið fyrirskipun eða ei. Þannig er einstaklingurinn alltaf siðferðislega ábyrgur, jafnvel þótt að hann sé í mjög erfiðri stöðu gagnvart yfirboðara sínum.
Tökum nýlegra dæmi. Verkfræðingur sem vinnur við að hanna jarðsprengjur í vopnafyrirtæki. Hann segist bara vinna vinnuna sína og ef hann gerði það ekki myndi einhver annar bara koma í hans stað. Jarðsprengjunum er síðan dreift í Líbanon þar sem börn leika sér og mörg þeirra örkumlast af völdum sprenginga. Samkvæmt réttarhöldunum í Nürnberg, ber verkfræðingurinn persónulega ábyrgð á dauða fjölda barna. Hann getur ekki afsakað sig með því að hann sé bara að vinna vinnuna sína.
Á Íslandi í dag er til fólk sem vinnur markvisst að því að eyðileggja náttúruna en það segist einungis vera að vinna vinnuna sína og telur sig ekki bera neina ábyrgð. Hver ber ábyrgðina verður spurt einhverntímann í framtíðinni ? Er einhver persónulega ábyrgur ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.7.2007 | 08:25
Hvað eru mótmæli - eiga þau rétt á sér ?
Almenna reglan í lýðræðisríkjum er að meirihlutinn á að ráða. Það breytir því ekki að Adolf Hitler komst til valda á lýðræðislegan hátt í Þýskalandi á sínum tíma, og náði að halda völdum í fjölda ára MEÐ STUÐNINGI HINS ÞÖGLA MEIRIHLUTA. Þá vaknar upp spurningin ? Hefði verið rétt að efna til mótmæla gegn Hitler, eða var það óleyfilegt vegna þess að hann var lýðræðislega kjörinn og hafði stuðning almennings ? Hefðu mótmælendur verið handteknir ?
Á sama hátt, ef lýðræðisríki hefur þróast þannig að það er alltaf sami hópur fólks og fyrirtækja sem ræður þjóðfélaginu, en nokkur stór minnihluti fólks fær ekkert að segja um örlög sín (eða náttúrunnar) árum eða áratugum saman, er þá ekki líklegt að óánægja og ólga í þjóðfélaginu aukist smám saman ?
Hitt er annað mál, að það er fáránlegt að mótmæla fyrir framan lögreglustöð Reykjavíkur. Er ekki verið að mótmæla eyðileggingu á náttúrunni ?, eða er verið reyna að ögra lögreglunni ? Ekki er það lögreglan sem tekur ákvarðanir um náttúruvernd á Íslandi. Þær ákvarðanir eru teknar annarsstaðar. Eða hvað, er lögreglan kannski ómeðvitað farin að taka afstöðu í náttúruverndarmálum ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.7.2007 | 10:18
Vatnsmesti foss Íslands hverfur

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.7.2007 | 10:14
Landið sem fer undir vatn

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2007 | 11:54
Nokkrar athugasemdir vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár

Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.7.2007 | 18:56
Creatio ex nihilo
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2007 | 18:10
Hvað er vatn?
Vatnið er undirstaða alls lífsins á jörðinni. Talað er um að lífið á jörðinni sé vatnháð eða "water based". Vatn er eitthvað sem allir menn þurfa nauðsynlega á að halda og geta alls ekki verið án. Hvernig finnst þér þá sú tilhugsun að einkafyrirtæki og einkaaðilar eigi allt drykkjarvatn á Íslandi? Eða jafnvel að erlend vatnsfyrirtæki eins og Evian eða Ramlösa kaupi sig inn á íslenska markaðinn ?
Grunar mann ekki að verðið á vatninu hækki ef vatnsveitur verða einkavæddar ? Og hvað með fátæka öryrkja sem þurfa að velja á milli þess að kaupa sér sígarettur eða að kaupa sér vatn ? Einkafyrirtæki eru engar góðgerðarstofnanir og alls óvíst að þau tryggi jafnan aðgang allra að vatni. Þau geta sagt, Nei það er of dýrt að koma vatninu til þín og við leggjum ekki nýja vatnsleiðslu til ykkar. Fyrirtæki hafa almennt séð enga samfélagslega ábyrgð nema stjórnendurnir séu dýrlingum líkir sem þeir eru sjaldnast.
Væri ekki betra að reka vatnsveiturnar á sameiginlegum grundvelli okkar allra þannig að við eigum þær öll í sameiningu. Þá er það a.m.k. öruggt að allir eiga jafnan rétt að vatni. Auk þess eru svo fáir sem eiga peninga hér á landi að þetta eru alltaf sömu mennirnir sem eru að kaupa fyrirtækin sem seld eru. Hér á landi er engin almennileg samkeppni - og hún verður heldur ekki á vatnsveitumarkaðnum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2007 | 23:07
Ánægjulegur dagur

Bloggar | Breytt 10.7.2007 kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2007 | 21:04
In memorian
I´m in mourning
dewdrops are falling
into the sorrow
of my anguished heart.
fair beautiful one
with broken wings
like a butterfly falling
from the starry sky
I know we´ll meet
Where the eternal
Kings their vigil keep
and forever we´ll roam
the fair olden lands
of knight and dwarf
where men like you
are brave and strong
and no sickness feel
for I never knew
one as brave as you
and in that other land
of light and lore
I know a king you´ll be
forever and eternally.
Höfundur: Ingibjörg Elsa Björnsdóttir 2006
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.7.2007 | 19:31
Öryggismál og loftslagsbreytingar/náttúruvá

Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)