Ég er bara að vinna vinnuna mína - smá upprifjun í sagnfræði

Í Nürnberg réttarhöldunum í lok síðari heimstyrjaldar afsökuðu sakborningar sig með því að þeir hefðu einungis verið að hlýða skipunum, eða verið að vinna vinnuna sína þegar þeir skipulögðu þjóðarmorð á gyðingum.  Verkfræðingarnir reiknuðu út lestarferðirnar,  arkitektar skipulögðu fangelsin og þar fram eftir götunum.  Allt var þetta vandlega skipulagt.

Í þessum réttarhöldum var vandlega tekið á málinu um siðferðislega ábyrgð, þ.e. hver og einn ber endanlega ábyrgð á gjörðum sínum hvort sem hann hefur fengið fyrirskipun eða ei.  Þannig er einstaklingurinn alltaf siðferðislega ábyrgur, jafnvel þótt að hann sé í mjög erfiðri stöðu gagnvart yfirboðara sínum.  

Tökum nýlegra dæmi.  Verkfræðingur sem vinnur við að hanna jarðsprengjur í vopnafyrirtæki.  Hann segist bara vinna vinnuna sína og ef hann gerði það ekki myndi einhver annar bara koma í hans stað.  Jarðsprengjunum er síðan dreift í Líbanon þar sem börn leika sér og mörg þeirra örkumlast af völdum sprenginga.  Samkvæmt réttarhöldunum í Nürnberg, ber verkfræðingurinn persónulega ábyrgð á dauða fjölda barna.  Hann getur ekki afsakað sig með því að hann sé bara að vinna vinnuna sína.

Á Íslandi í dag er til fólk sem vinnur markvisst að því að eyðileggja náttúruna en það segist einungis vera að vinna vinnuna sína og telur sig ekki bera neina ábyrgð.  Hver ber ábyrgðina verður spurt einhverntímann í framtíðinni ?  Er einhver persónulega ábyrgur ?


Hvað eru mótmæli - eiga þau rétt á sér ?

Almenna reglan í lýðræðisríkjum er að meirihlutinn á að ráða.  Það breytir því ekki að Adolf Hitler komst til valda á lýðræðislegan hátt í Þýskalandi á sínum tíma, og náði að halda völdum í fjölda ára MEÐ STUÐNINGI HINS ÞÖGLA MEIRIHLUTA.  Þá vaknar upp spurningin ?  Hefði verið rétt að efna til mótmæla gegn Hitler, eða var það óleyfilegt vegna þess að hann var lýðræðislega kjörinn og hafði stuðning almennings ?  Hefðu mótmælendur verið handteknir ?

Á sama hátt, ef lýðræðisríki hefur þróast þannig að það er alltaf sami hópur fólks og fyrirtækja sem ræður þjóðfélaginu,  en nokkur stór minnihluti fólks fær ekkert að segja um örlög sín (eða náttúrunnar) árum eða áratugum saman,  er þá ekki líklegt að óánægja og ólga í þjóðfélaginu aukist smám saman ?

Hitt er annað mál, að það er fáránlegt að mótmæla fyrir framan lögreglustöð Reykjavíkur.  Er ekki verið að mótmæla eyðileggingu á náttúrunni ?, eða er verið reyna að ögra lögreglunni ?  Ekki er það lögreglan sem tekur ákvarðanir um náttúruvernd á Íslandi.  Þær ákvarðanir eru teknar annarsstaðar.  Eða hvað,  er lögreglan kannski ómeðvitað farin að taka afstöðu í náttúruverndarmálum ?


Vatnsmesti foss Íslands hverfur

HPIM2857Hér er mynd af vatnsmesta fossi landsins, Urriðafossi, sem mun hverfa ef áform Landsvirkjunar og stjórnvalda ná fram að ganga.

Landið sem fer undir vatn

HPIM2851Hér má sjá málverk af sama svæði fyrir og eftir virkjun í Þjórsá.  Um 80% gróið svæði er að ræða sem fer undir vatn. 

Nokkrar athugasemdir vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár

sumarnottÉg er með nokkrar athugasemdir vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár.  Þær eru reyndar svo margar að ég get ekki rætt þær allar hér.  Í fyrsta lagi er þetta virkjun í byggð og Landsvirkjun lofar í matsskýrslu að bæta ræktað land AÐ SVO MIKLU LEYTI SEM ÞAÐ ER MÖGULEGT.  Þetta þýðir á mannamáli að þeir ætla alls ekki að bæta allt það ræktanlega land sem fer undir vegi, varnargarða og uppistöðulón.  Í öðru lagi ætlar Landsvirkjun að byggja laxastiga þannig að laxinn komist upp yfir stíflurnar en ekki er gert ráð fyrir því að seiðin komist niður ána.  Í þriðja lagi segir að lágmarksrennsli verið viðhaldið í Þjórsá, en þetta rennsli mun sveiflast og fáránlegt annað en að halda að miklar breytingar verði á lífríki.  Í matsskýrslu frá 2003 sem er skammarlega illa unnin, kemur EKKERT fram um það hvaða afleiðingar það hefur fyrir líf í sjónum þegar framburður Þjórsár kemst ekki lengur til sjávar.  Öll þau næringarefni sem fara þar forgörðum gætu haft veruleg áhrif á fiskistofna og dýralíf við suðurströndina.  ÞETTA ÞARF AÐ RANNSAKA NÁNAR.  Síðan er það jarðfræðin.  Virkjanasvæðið er allt sundursprungið, þar eru flekaskil og til að gera málin enn erfiðari kemur megineldstöð ofan í sprungusvæðið með ummyndunum og jarðhita.  Þetta svæði er martröð allra jarðfræðinga og upptakasvæði margra stærstu Suðurlandsskjálfta landsins.  En jarðfræðiskýrslan sem fylgdi með umhverfismatinu var 5 BLS. að lengd.  Hún segir einfaldlega að RANNSAKA ÞURFI SVÆÐIÐ NÁNAR.  OG ÞESSI SKÝRSLA VAR TEKIN GILD ?  Hve auðveldlega má framkvæmdaraðili komast frá umhverfismati.  Hve litlar upplýsingar þarf hann að leggja fram ?  ÞETTA ER HNEYKSLI.

Creatio ex nihilo

Er að lesa Jürgen Moltmann.  Hann er að ræða um hvernig Guð hefur getað skapað heiminn.  Til þess að skapa rými fyrir veröldina verður hinn almáttugi og óendanlegi Guð að takmarka sjálfan sig fyrst.  Guð skapar rými fyrir sköpunina með því að draga sjálfan sig til baka.  Þannig verður tómið nihil til.  Inn í þetta tóm skapar Guð sköpun sína og heldur henni á lífi andspænis tóminu og eyðileggingunni.  Tómið ógnar ekki einungis sköpuninni heldur einnig Guði sjálfum vegna þess að hann er hinn fullkomni kærleikur er skapað hefur veröldina og blæs í hana lífsanda.  En allt er þetta mikill leyndardómur sem ég ætla ekki að ræða hér frekar en bendi áhugasömum á að kynna sér verk Moltmanns. 

Hvað er vatn?

splashVatnið er undirstaða alls lífsins á jörðinni.  Talað er um að lífið á jörðinni sé vatnháð eða "water based".  Vatn er eitthvað sem allir menn þurfa nauðsynlega á að halda og geta alls ekki verið án.  Hvernig finnst þér þá sú tilhugsun að einkafyrirtæki og einkaaðilar eigi allt drykkjarvatn á Íslandi?  Eða jafnvel að erlend vatnsfyrirtæki eins og Evian eða Ramlösa kaupi sig inn á íslenska markaðinn ?

Grunar mann ekki að verðið á vatninu hækki ef vatnsveitur verða einkavæddar ?  Og hvað með fátæka öryrkja sem þurfa að velja á milli þess að kaupa sér sígarettur eða að kaupa sér vatn ?  Einkafyrirtæki eru engar góðgerðarstofnanir og alls óvíst að þau tryggi jafnan aðgang allra að vatni.  Þau geta sagt, Nei það er of dýrt að koma vatninu til þín og við leggjum ekki nýja vatnsleiðslu til ykkar.  Fyrirtæki hafa almennt séð enga samfélagslega ábyrgð nema stjórnendurnir séu dýrlingum líkir sem þeir eru sjaldnast. 

Væri ekki betra að reka vatnsveiturnar á sameiginlegum grundvelli okkar allra þannig að við eigum þær öll í sameiningu.  Þá er það a.m.k. öruggt að allir eiga jafnan rétt að vatni.  Auk þess eru svo fáir sem eiga peninga hér á landi að þetta eru alltaf sömu mennirnir sem eru að kaupa fyrirtækin sem seld eru.  Hér á landi er engin almennileg samkeppni - og hún verður heldur ekki á vatnsveitumarkaðnum. 


Ánægjulegur dagur

isaac-bashevis-singerEr að lesa A Day of Pleasure eftir Isaac Bashevis Singer.  Þar segir hann frá barnæsku sinni í gyðingahverfi Varsjár á árunum fyrir fyrri heimstyrjöldina.  Faðir hans var rabbíi og afi hans var rabbíi og faðir hans sat alltaf við og las Talmúd.  Allir á heimilinu höfðu gaman af því að segja sögur, faðirinn sagði sögur af hinu yfirnáttúrulega, bróðirinn sagði sögur af öðrum þjóðum og systirin sagði rómantískar sögur.  En Isaac litli var ekki nema fjögurra - fimm ára þegar hann byrjaði að segja sínar eigin sögur fyrir krakkana í hverfinu og þau hlustuðu opinmynnt.  Hvílík frásagnargáfa og hvílíkt ímyndunarafl.  Isaac Bashevis Singer skrifaði alla tíð sögur sínar á jiddísku og hann fékk að lokum bókmenntaverðlaun Nóbels.  Frásagnir Singers af barnæsku sinni í Varsjá eru gersemar sem aldrei verða of oft lesnar.  

In memorian

 

I´m in mourning

dewdrops are falling

into the sorrow

of my anguished heart.

fair beautiful one

with broken wings

like a butterfly falling

from the starry sky

I know we´ll meet

Where the eternal

Kings their vigil keep

and forever we´ll roam

the fair olden lands

of knight and dwarf

where men like you

are brave and strong

and no sickness feel

for I never knew

one as brave as you

and in that other land

of light and lore

I know a king you´ll be

forever and eternally.    

Höfundur:  Ingibjörg Elsa Björnsdóttir 2006


Öryggismál og loftslagsbreytingar/náttúruvá

disasterÓgna loftslagsbreytingar og náttúruvá þeirra vegna öryggi í heiminum ? Breska ríkisstjórnin telur svo vera, svo og mörg aðildarríki Sameinuðu Þjóðanna, sem ræddu málið á opnum fundi nýverið.  Sérfræðingar í alþjóðastjórnmálum telja að loftslagsbreytingar geti haft jafn mikil áhrif á heimsmálin og kalda stríðið gerði þegar það stóð sem hæst.  Bandaríska þingið er farið af stað og vill láta rannsaka möguleg áhrif loftslagsbreytinga á öryggi heimsins.  Margir hershöfðingjar vara við því að loftslagsbreytingar geti valdið óstöðugleika í fátækustu héruðum heims og valdið því að infrastrúktúr ríkja geti hrunið og ástandið orðið svipað og það er í Sómalíu og Darfur í Súdan.  Þegar ríkisstrúktúrinn fellur saman og stríðsástand ríkir í fátækum löndum eykst hættan á hryðjuverkum og öðrum öfgum.  Það er hætt við því að loftslagsbreytingar muni skapa flókið hernaðarlegt ástand í fátækustu ríkjum heims, - ástand sem gæti verið bæði hættulegt og ótryggt.  Heilu ríkisstjórnirnar gætu jafnvel fallið þegar sýður upp úr.  Þetta er því mál sem helstu leiðtogar heims hafa miklar áhyggjur af.  Heimild:  Thomas Homer-Dixon. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband