Nokkrar athugasemdir vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár

sumarnottÉg er með nokkrar athugasemdir vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár.  Þær eru reyndar svo margar að ég get ekki rætt þær allar hér.  Í fyrsta lagi er þetta virkjun í byggð og Landsvirkjun lofar í matsskýrslu að bæta ræktað land AÐ SVO MIKLU LEYTI SEM ÞAÐ ER MÖGULEGT.  Þetta þýðir á mannamáli að þeir ætla alls ekki að bæta allt það ræktanlega land sem fer undir vegi, varnargarða og uppistöðulón.  Í öðru lagi ætlar Landsvirkjun að byggja laxastiga þannig að laxinn komist upp yfir stíflurnar en ekki er gert ráð fyrir því að seiðin komist niður ána.  Í þriðja lagi segir að lágmarksrennsli verið viðhaldið í Þjórsá, en þetta rennsli mun sveiflast og fáránlegt annað en að halda að miklar breytingar verði á lífríki.  Í matsskýrslu frá 2003 sem er skammarlega illa unnin, kemur EKKERT fram um það hvaða afleiðingar það hefur fyrir líf í sjónum þegar framburður Þjórsár kemst ekki lengur til sjávar.  Öll þau næringarefni sem fara þar forgörðum gætu haft veruleg áhrif á fiskistofna og dýralíf við suðurströndina.  ÞETTA ÞARF AÐ RANNSAKA NÁNAR.  Síðan er það jarðfræðin.  Virkjanasvæðið er allt sundursprungið, þar eru flekaskil og til að gera málin enn erfiðari kemur megineldstöð ofan í sprungusvæðið með ummyndunum og jarðhita.  Þetta svæði er martröð allra jarðfræðinga og upptakasvæði margra stærstu Suðurlandsskjálfta landsins.  En jarðfræðiskýrslan sem fylgdi með umhverfismatinu var 5 BLS. að lengd.  Hún segir einfaldlega að RANNSAKA ÞURFI SVÆÐIÐ NÁNAR.  OG ÞESSI SKÝRSLA VAR TEKIN GILD ?  Hve auðveldlega má framkvæmdaraðili komast frá umhverfismati.  Hve litlar upplýsingar þarf hann að leggja fram ?  ÞETTA ER HNEYKSLI.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er einkar greinargóð og hnitmiðuð framsetning hjá þér Ingibjörg.

Það liggur í hlutarins eðli að 5 blaðsíðna jarðfræðiskýrsla um þetta svæði getur varla talist fullnægjandi. Vonandi meðtaka fjölmiðlar á endanum þessi skilaboð og leggja þá vonandi einhvern metnað í að upplýsa um ófullnægjandi undirbúning framkvæmdanna. Það gæti á endanum orðið til þess að LV átti sig á svarinu sem landeigendur/heimamenn hafa verið að reyna að koma á framfæri; svarið er "NEI"

Kv. Kolbrún

Kolbrún Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 13:38

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Mjög skrítið að fjölmiðlarnir hafi ekki sinnt þessu?  Alla fylgt betur eftir...

Kannski gera þeir það eftir þessa fínu færslu hjá þér?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.7.2007 kl. 15:16

3 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Sæl Kolbrún,

Eftir að umhverfismati lauk hafa verið gerðar jarðfræðirannsóknir á vegum Landsvirkjunar en Landsvirkjun hefur ekki sent þau nýju gögn að mér vitanlega til Skipulagsstofnunar eða Umhverfisstofnunar.  Slíkt væri æskilegt.  Eftir stendur að jarðfræði svæðisins er mjög erfið og allt sundursprungið.  Lónin gætu lekið.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 11.7.2007 kl. 15:50

4 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

 Ég var á fundi í Þingborg þar sem þessi mál voru rædd af mismikilli skynsemi en það er ljóst að bændurnir sem hafa alið ævinni með Þjórsá sér við hlið eru ma. mjög hræddir um jarðskjáltavá og það að lónin hreinlega leki og eyðileggi túnin. Leyfi mér að setja hér færslu frá mér:

Og Landsvirkjun ætlar að skilja 4% af Þjórsá eftir í farvegi sínum!

Það eru eflaust margir sem hafa velt mikið fyrir sér út af hverju við náttúruverndarterroristarnir erum að mótmæla fleiri virkjunum í Þjórsá. Það eru jú nokkrar fyrir þar og af hverju ekki að fá það út úr ánni sem hægt er. En það mæla fjölmörg rök gegn fleiri virkjunum í Þjórsá og sum þeirra benda jafnvel til þess að þær virkjanir sem þegar hefur verið ráðist í hafi haft meiri og verri áhrif en við höfum gert okkur grein fyrir.

Þjórsá stendur fyrir 5% af laxastofni landsins. Hann er í útrýmingarhættu við þessar virkjanir og svokallaðar mótvægisaðgerðir Landsvirkjunar eru bara aumt friðþægingaryfirklór.

Hvet fólk til að kynna sér þessi áformuðu virkjanamál hér:  

 Lækjarsprænan Þjórsá og vald Landsvirkjunar

Fyrir þessa grein fór ég vandlega yfir skýrslur um umhverfismat og ósamræmið milli orðalags sérfræðinga í frumskýrslum og lokaskýrslum Landsvirkjunar er eins og það sé verið að tala um sitthvora virkjunina. Orðalag Landsvirkjunar og skýringarmyndir þar sem þeir sýna tölvuteikningar með 30-40% rennslis árinnar eftir virkjun er hrein fölsun því allt niður í 4% hennar verður eftir á köflum. Þá væntanlega sem nokkrir smálækir í farveginum.

Þetta ríki í ríkinu hefur allt of lengi fengið að stjórna framtíð Íslands.

Lækurinn Þjórsá - Um kunnáttu þrastarins í japanskri Kamakazi hernaðarflugtækni

Þessi grein byggir á persónulegri upplifun mín og konunnar á sveitasælunni við bakka Þjórsár og hvaða breytingum sú sæla tekur við þessar virkjanir.

Ævar Rafn Kjartansson, 11.7.2007 kl. 20:22

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...flott hjá þér Ævar!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.7.2007 kl. 02:20

6 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Ég var að hlusta á upplestur Jóa Sig.  á hjóðbókinni um ævisögu Einars Ben. í gær kvöldi.

Einar vildi virkja allar jökulár á Íslandi.

En nú eru aðrir tímar og önnur gildi.

Sumir vilja hefta CO2 og virkja allar ár í heimi - meðan aðrir vilja vernda náttúruna og virkja eitthvað annað..... eða hvað? - Aldrei alveg fattað hvað?

Sjálfur trúi ég mátulega á CO2 kenninguna svo ég get verið hæfilega hlutlaus í málinu.

En þó,

ég vil halda Íslandinu mínu eins ósnortnu og unnt er.

Eiginhagsmunaseggurinn sem ég er!:

Ásgeir Rúnar Helgason, 12.7.2007 kl. 20:37

7 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Sæll Ásgeir,

Það er misskilningur að við þurfum að virkja jökulár á Íslandi til þess að bjarga kolefnisbúskap heimsins.  Það eru aðrar lausnir til. 

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 13.7.2007 kl. 07:42

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

þó við vikkjum allar jökulár á Íslandi (segjum það "in the sake of the argument") þá verðum við "íslendingar" að hafa hönd í því hver kaupir orkuna?...Ásgeir finnst þér það ekki?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.7.2007 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband