Að aflétta launaleynd

Einu sinni var ég að vinna í einkafyrirtæki þar sem karlmennirnir við hliðina á mér voru með talsvert hærri laun þótt við værum að vinna svipuð störf. Í fyrirtækinu ríkti launaleynd. Ég fattaði hins vegar ekki að karlmennirnir væru með hærri laun fyrr en þeir fóru að kaupa sér einbýlishús og bíla en ég bjó ennþá í lítilli blokkaríbúð og tók strætó. Ég skynjaði að eitthvað var undarlegt á seyði en ég gat ekki sannað eða staðfest að eitthvað væri að. Síðan gerðist það fyrir tilviljun að ég sjá ljósrit af launalistum sem kærulaus ritari hafði skilið eftir á ljósritunarvélinni. Þá sá ég að karlmennirnir sem voru að vinna svipuð störf og ég voru með allt að 200 þús. hærri laun á mánuði. Ég hætti að vinna í fyrirtækinu skömmu síðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Svona er þetta því miður enn víða. Hins vegar óttast ég að þótt launaleynd verði afnumin finna þeir sem vilja einhverja aðra leið til að halda feluleiknum gangandi Að losa um leyndina er vissulega fyrsta skrefið í rétta átt og sérstaklega  mikilvægt fyrir okkur konurnar að geta beitt lögunum fyrir okkur þ.e.a.s. ef þetta nær fram að ganga.

Kolbrún Baldursdóttir, 9.3.2007 kl. 08:26

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...jú burtu með alla leynd!!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.3.2007 kl. 09:04

3 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Út um allar trissur, einkum í einkabransanum, tíðkast launaleynd.  Lægst launaða fólkið í verksmiðjum er beðið um að segja eingum frá "annars verður allt vitlaust ef það fréttist hvað við erum að borga þér."

Sigurður Ásbjörnsson, 9.3.2007 kl. 20:21

4 identicon

Launaleynd er að sjálfsögðu bara tæki til að stjórna þeim sem eru í vinnu, að etja mönnum hverjum gegn öðrum og ala á tortryggni.  Og virkar bara vel eins og dæmin sanna. Þess vegna er mikilvægt að afnema þetta fyrirbæri og væri best ef það næði til allra launa. Og þarf betri rök fyrir því að þetta þarf að gera en þau að Vilhjálmur Egilsson er á móti þessu?

Friðrik Dagur Arnarson (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband