Frábær hljómsveit - frábær einleikur

violin_rackVið Íslendingar eigum ekki risavaxnar dómkirkjur frá miðöldum með bogadregnum hvelfingum og fólgnum gersemum. Við eigum ekki Versalahallir eða Vetrarhallir fullar af málverkum. En við eigum Synfóníuhljómsveit Íslands, sem jafnast að fullu á við allar dómkirkjur heimsins. 

Synfóníuhljómsveitin er djásn íslenskrar menningar, demantur sem geislar af gleði og innlifun og sem ekki má fölna frekar en yngislindir íslenskrar tungu. Það er erfitt að lýsa sýnfóníuhljómsveitinni, slíkur er kraftur hennar og dulmagn.

Ég hvet alla sem ekki hafa séð synfóníuhljómsveitina spila, til að drífa sig í Háskólabíó og njóta andartaksins. Einkum þá sem halda að synfóníur séu alls ekki fyrir þá sjálfa.

En í kvöld spilaði hljómsveitin synfóníuna um Nýja Heiminn eftir Dvorcák, og einnig var fiðlukonsert eftir Martinu á efnisskránni. Einleikari var Helga Þóra Björgvinsdóttir og spilaði hún af einbeitni og krafti sem var í fullkomnu samræmi við andardrátt hljómsveitarinnar.

Öllu þessu stjórnaði Tomas Hanus af mikilli innlifun. Salurinn sprakk af hrifningu þegar tónleikunum lauk og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna.

Ég þakka kærlega fyrir mig!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Æ, var verið að spila Nýja heiminn! Ég hefði farið ef ég hefði vitað af því. Hljómsveitin ætti kannski kynna tónleika sína betur.

Emil Hannes Valgeirsson, 30.1.2009 kl. 20:18

2 Smámynd: Svava S. Steinars

Ooo, þú heppin.  Það eru mörg ár síðan ég fór síðast á tónleika hjá Sinfóníuhljómsveitinni, þarf að drífa mig sem fyrst.  Bestu kveðjur til þín, Valgeirs og dýranna frá okkur hér í Skipholtinu

Svava S. Steinars, 1.2.2009 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband