Við erum alltaf við sjálf!

ab33Það var hroðalegt að fylgjast með fréttunum í kvöld og heyra hve margir eru að missa vinnuna. Ég finn sárt til með öllu því fólki.

Við Íslendingar höfum verið vön að svara spurningunni um hver við séum með því að segja frá starfsheiti. Svo mikilvæg hefur vinnan verið okkur. Núna þurfum við hins vegar að fara að skilgreina okkur upp á nýtt.

Jafnvel þótt fólk missi vinnuna, er það alltaf það sjálft, - það þarf að einbeita sér að því að halda heilsu og að sökkva ekki ofan í þunglyndi eða kvíða. Það getur þó verið auðveldara sagt en gert. Maður breytist ekki sjálfur jafnvel þótt að vinnan hverfi, en líf manns getur tekið miklum breytingum.

Atvinnumissi fylgir ætíð mikil höfnunartilfinning. En núna verður fólk að skilja að ástandið á Íslandi er bara þannig að það eru þúsundir að missa vinnuna. Þess vegna er þetta svipað og að lenda í náttúruhamförum. Það er ekki mikið sem hægt er að gera við þessu annað en að reyna að halda áfram að lifa venjulegu lífi. Það er alls ekki verið að hafna neinum persónulega eins og staðan er núna.

En við verðum bara að reyna að lifa af saman í þessu þjóðfélagi í gegnum næstu mánuði. Hvert og eitt okkar er óendanlega dýrmætt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég mæli með því við þá sem missa vinnuna að taka þátt í starfi sem er samfélaginu til framdráttar. Finna sér hlutverk í samtímanum. Takið þátt í félagsstarfi, sjálfboðaliðsvinnu, menningarstarfi eða öðru því sem hugurinn beinist að. Lítið á atvinnuleysisbætur sem laun fyrir ykkar framlag til samfélagsins.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.11.2008 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband