27.11.2008 | 10:43
Um bloggið og tilveruna
Sumir virðast halda að þeir sem blogga geri varla neitt annað. Þetta hljóti að taka svo mikinn tíma að enginn tími sé eftir fyrir venjuleg störf. Að maður hangi á netinu allan daginn.
Í mínu tilviki er það þannig að ég vinn ein við tölvu allan daginn. Ég er um fimm mínútur að setja inn nýja bloggfærslu. Þannig eyði ég kannski klukkutíma á netinu yfir daginn og af því fer kannski um hálftími í blogg. 8-9 klst. á dag er ég að vinna við þýðingar og nota þá sérstök þýðingarforrit sem ekki tengjast netinu. Ég vinn oft á kvöldin og um helgar.
Suma daga blogga ég ekki neitt, aðra oftar en einu sinni.
Þar sem ég vinn ein, er ágætt að hafa einhver samskipti við fólk í gegnum tölvuna. Og þar sem ég sit við tölvuna hvort eð er, munar mig lítið um að kíkja í fimm mínútur á bloggið.
En auðvitað myndi ég ekki blogga svona ef ég væri ekki í vinnu hjá sjálfri mér, þ.e.a.s. væri ekki sjálfstætt starfandi.
En af því að ég er með skrifstofu heima hjá mér segist ég stundum vera "heimavinnandi" og sumt fólk heldur víst að ég geri bara alls ekki neitt!
Athugasemdir
Ég kannast við þetta. Það er verið að hreyta í mann að maður sé bloggfíkill. Ég get ekkert að því gert þó að mér sé auðvelt um skriftir. Það fara hámark 15-20 mínútur á dag í þetta, þetta er svona pínulítil sálarhreinsun stundum og gerir manni gott. Látið ekki svona krakkar!
Jóhann G. Frímann, 28.11.2008 kl. 10:02
Mér finnst leiðinlegt að blogga en gaman að skoða veðursíður á netinu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.11.2008 kl. 19:49
Stundum þarf að gera meira en gott þykir eins og sannast hér. Mér hefur einmitt dottið í hug hvort það væri ekki sniðugt að sérhæfa sig eins og Sigurður gerir í veðrinu. Ég er voða lítið fyrir ónotalegar athugasemdir annarra. Einhverjar tillögur? Annað sem mér datt í hug Ingibjörg. Hvernig þýðingarforrit ertu með?
Jóhann G. Frímann, 28.11.2008 kl. 21:25
Ég er með mörg þýðingarforrit, eins og t.d. TRADOS, SDLX, Wordfast, og einnig hef ég notað ýmis önnur forrit. Síminn hjá mér er 562 4776 ef þú vilt fá nánari upplýsingar um þessi forrit.
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 28.11.2008 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.