Nýfrjálshyggjan á sök á kreppunni í heiminum

Great%20Depression%20Picture1Það er alltaf verið að leita að sökudólgum. En orsök kreppunnar er fyrst og fremst hugmyndafræðileg. Hennar er að leita í nýfrjálshyggjunni svokölluðu sem gengið hefur ljósum logum um veröldina á undanförnum áratugum.

Maður er nefndur John Maynard Keynes. Hann vildi koma í veg fyrir að heimskreppa skylli aftur á og hann vildi koma í veg fyrir heimstyrjaldir. Þess vegna byggði hann upp kerfi sem átti að tryggja efnahagslegan stöðugleika og frið.  Keynes var faðir velferðarkerfisins og hann var hlynntur nauðsynlegum ríkisafskiptum og eftirliti.

En nýfrjálshyggja Miltons Friedmans þurfti endilega að vita allt betur. Lærisveinar Friedmans komust til valda og eyðilögðu það viðkvæma kerfi sem Keynes hafði sett upp til að fyrirbyggja kreppur og heimstyrjaldir. Eftirliti með fjármálakerfinu var nánast hætt og markaðsskrímslinu var einfaldlega sleppt lausu. Lærisveinar Friedmans gerðu allt það sem Keynes vildi að menn gerðu ekki.

Og afleiðingin er núna ljós: djúp kreppa sem mun vara í mörg ár.

Þá spyr maður sig:  hvaða flokkur íslenskur hefur haldið mest nýfrjálshyggjunni á lofti?

Þar finnið þið svarið við því hverju er um að kenna hér á landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Mikið rétt, mikið rétt. Í hnotskurn er þetta svona.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.11.2008 kl. 10:08

2 identicon

Mér finnst frekar margar af fullyrðingum þínum gripnar algjörlega úr lausu lofti.

Keynes skrifaði einmitt grein sem var birt rétt eftir dauða hans 1946 þar sem hann varaði við að hugmyndir hans væru teknar of langt. Hugmyndir hans sem voru góðar og gildar til að koma á fullri atvinnu og efnahagslegum stöðuleika í kreppunni miklu.

Friedman bar einmitt mikla virðingu fyrir Keynes, og kemur það fram í bókinni hans, Free to Choose, en hann gerði sér einmitt líka grein fyrir því hvað það gæti orðið hættulegt ef eyðsla stjórnvalda færi úr böndunum, og hvaða afleiðingar það gæti haft í för með sér.

Undimálslánin í bandaríkjunum eru einmitt dæmi um innistæðulausa og fáránlega eyðslu stjórnvalda sem var til þess fallinn að blása upp fasteignaverðið, sem er einmitt, að mati flestra hagfræðinga, aðal ástæða þessarar fjármálakreppu sem ríður yfir heiminn núna.

Friedman talar einmitt um það að hann vildi að Keynes hefði lifað í um áratug í viðbót, þar sem Keynes hefði kannski verið sá eini sem ráðamenn heimsins hefðu hlustað á viðvaranir frá, um að hugmyndir hans yrðu ekki teknar of langt.

Ég veit ekki hvort hægt sé að segja að Keynes sé faðir velferðakerfisins, þrátt fyrir að hugmyndir hans hafi kannski leitt til þess að ríki heimsins fóru að eyða umfram getu. Ég held að hann hafi aldrei talað fyrir því. Fjármálastefna Keynes var hugsuð sem lausn við kreppu, en ekki til þess að blása út hagkerfi, eins og hún hefur verið notuð. - Það er náttúrulega alltaf svo þægilegt fyrir stjórnmálamenn að geta réttlætt fáránleg og innistæðulaus útgjöld ríkisins með hagfræðikenningu, sem á þó ekki við.

Friedman er líka hlynntur "nauðsynlegum ríkisafskiptum og eftirliti", eða að því marki sem Smith talaði fyrir. Þ.e. að ríki eigi að passa uppá að það verði ekki einokunar og hringamyndannir á markaðinum.

Ég held að það sé mjög ósniðugt að fólk blandi samann hagfræðikenningum Friedmans og pólítískum skoðunum hans. Friedman hefur að mínu viti ekkert gagnrýnt þá hugmyndafræði sem liggur að baki velferðakerfinu á hagfræðilegum nótum. Hvert land getur haft eins stórt og viðfangsmikið velferðarkerfi og það vill - það verður bara að  hafa efni á því. Friedman hefur skrifað bæði hagfræðibækur og pólitískar bækur. Pólítísku bækur hans gefa reyndar sterkar vísbendingar um pólítískar skoðannir hans á þessu málefni.

Þú segir: "Lærisveinar Friedmans gerðu allt það sem Keynes vildi að menn gerðu ekki.". Við getum bara skoðað ríkisútgjöld ríkisins á síðustu árum. Á síðasta ári voru útgjöld ríkisins aukin um 20% í mikilli þenslu. Jújú, það geta örugglega einhverir pinpointað þetta við fjármálastefnu Keynes, en Keynes talaði aldrei fyrir því að hún yrði notuð með þessum hætti. Keynes talaði einmitt um að ríkið ætti að draga úr útgjöldum eða hækka skatta á þenslutímum, og lækka skatta eða auka útgjöld í kreppu!, ekki þenslu.

Fjármálastefna á Íslandi hefur mjög sjaldan verið rétt notuð. Fjármálastefna er einmitt svo hættulegt hagstjórnunartæki útaf því að hún getur leitt til svo mikilla ruðningsáhirfa ef hún er vitlaust tímastillt. Þess vegna ættu ríki heimsins að forðast það að nota hana nema það sé algjörlega nauðsynlegt. Hin víðfræga Kárahnjúavirkjun var einmitt vitlaust tímastillt, hún átti að auka atvinnu, en það sem hún gerði var bara að setja meiri olíu á eld sem var þegar orðinn frekar stór. Þannig að Keyníska hagfræðin verður að vera rétt tímastillt, en það er erfitt að spá og sérstaklega um framtíðina.

Þannig að Friedman varaði við þessu, og Keynes varaði við þessu. Þú getur varla sagt að vegna þess að kenningar Keynes voru misnotaðar, þá sé það Friedman að kenna? Það getur engann veginn verið rétt. Það væri rökréttara að segja að það væri Keynes að kenna, þar sem úrræði hans eru bæði ótrúlega dýr og geta gert hlutina verri ef þau eru ekki rétt tímastillt, þó það sé líka frekar langsótt.

Mér finnst mjög fyndið þegar fólk talar um "dauða frjálshyggjunnar", þar sem frjálshyggjan er einmitt sú stefna sem hefur bara eiginlega aldrei fengið að spreita sig. Því eru þessar fullyrðingar að mínu viti ekki á rökum reistar heldur virðist lýðurinn(með vinstri sósíalista í broddi fylkingar) hafa komið sér samann um að gera hana að blóraböggli fyrir þessu öllu samann, og þegar spurt er um rök, þá er bara sagt: "já, það var bara eytt og eytt og eytt", í því sem ég hef lesið um frjálshyggju og talað við fólk hef ég aldrei heyrt það frá frjálshyggjumönnum að það sé einhver sérstök stefna þeirra að eyða og eyða.

Það eru hagsmunir allra að það sé leitað að raunverulegum ástæðum þessarar fjármálakreppu, svo hægt sé að læra af því, en ekki bara benda á einhvern blóraböggul, aðeins í þeirri viðleitni að fá útrás fyrir reiði sína.

Rafn (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband