Að vera á skjön við samtíð sína

laughter-funny-cat-laughÉg og samtíðin erum upp á kant við hvort annað. Engum í samtímanum dettur í hug að taka mig alvarlega enda einungis leiðinlegt fólk sem heimurinn tekur alvarlega eins og ráðherrar og bankastjórar. Mér hefur t.d. aldrei verið boðið í neina merkilega samtalsþætti í útvarpinu enda er þar einungis alvarlegt fólk sem tekur hlutina mjög alvarlega enda alvarleg mál til umræðu.

Ég hef heldur enga stöðu í samfélaginu. Ég er bara aumur frílans þýðandi en þýðendur hafa löngum staðið í skugga annarra, eins bráðnauðsynlegir og þeir annars kunna að vera.

En það versta sem hægt er að segja um nokkurn mann í dag er að hann sé í takti við samtímann. Hvílík samtíð. Eymd, kreppa og volæði. Þannig legg ég mikla áherslu á það í dag að vera algjörlega úr takti við samtímann og ég vona svo sannarlega að engum lifandi manni detti í hug að taka mig of alvarlega.

Það væri synd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já og hvernig verður framtíðin?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.11.2008 kl. 00:10

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ætli maður verði ekki á skjön við hana líka

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.11.2008 kl. 00:10

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Veistu, ég tek þig talsvert alvarlega og finnst þú einatt hafa mikið til þíns máls? Er ég þá algerlega ómöguleg og úr takt við allt, samtíð, fortíð og framtíð????

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.11.2008 kl. 10:09

4 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Kæra Guðný Anna,

Ég var nú meira að segja þetta í kaldhæðni, að eins og samtíðin er þá langar mann ekki mikið að líkjast henni.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 27.11.2008 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband