26.11.2008 | 17:04
Meira um Óskar Wilde
Ég er ennþá að lesa ævisögu Óskars Wilde, og þó hún sé langt frá því að vera fullkomin, þá get ég ekki hamið hlátursrokurnar. Það er ómetanlegt að geta lesið eitthvað fyndið og skemmtilegt þegar ástandið í þjóðfélaginu er svona hörmulegt.
Auk þess er ég búin að vera með umgangspest og hef þessvegna góða afsökun fyrir því að liggja í rúminu og lesa. Las t.d. Stríð og Frið eftir Tolstoj þegar ég var einu sinni með flensu (tæpar 900 bls.).
Óskar Wilde sagði að hægt væri að kaupa alla gagnrýnendur og sennilega væri verðið á þeim ekki heldur mjög hátt ef miðað væri við útlitið.
Í þessu sambandi verður að hafa í huga að margir gagnrýnendur fóru mjög illa með Óskar Wilde.
Einu sinni kom maður til Óskars Wilde, klappaði á öxl hans og sagði: "Þú ert alltaf að verða feitari og feitari!" Óskar svaraði að bragði: "Og þér eruð alltaf að verða dónalegri og dónalegri!"
Þannig að ég sit og græt af hlátri yfir Óskari Wilde. Ekki get ég hlegið eins mikið að fjármálunum þessa dagana en það er önnur saga.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.