Umdeildur Alþjóðagjaldeyrissjóður

pinochet-muerto-09Það hefur frekað lítið verið rætt um það á Íslandi hversu Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er umdeildur á alþjóðavettvangi og hvað hann hefur gert mörg mistök í gegnum tíðina.

Menn sem hafa gagnrýnt sjóðinn harkalega eru m.a. nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz sem er fyrrverandi starfsmaður sjóðsins, auk bandarísku fréttakonunnar Naomi Klein sem heldur því fram að sjóðurinn hafi á undanförnum áratugum beitt hagfræðilíkönum af nánast trúarlegu ofstæki m.a. í Chile á dögum Pinochets.

Það virðist sem hópur hagfræðinga hafi fjarlægst raunveruleikann og trúi staðfastlega á hagfræðistærðfræðilíkön sín, án þess að hafa mikið verið að bera þau saman við afleiðingarnar í raunveruleikanum. Friedman hélt því líka fram að hinn alþjóðlegi markaður stjórnaðist af hreinum náttúrulögmálum og að markaðurinn myndi alltaf stilla sig af sjálfur. Annað hefur nú komið í ljós.

Það má ekki gleyma því að hagfræði Miltons Friedmans er hrein trúarbrögð, og æðstuprestar nútímans eru í raun hagfræðingarnir sem lesa í stjörnurnar og segja stjórnmálaleiðtogunum hvað þeir eigi að gera. Stjórnmálamenn hlusta af athygli á hagfræðinga, en því miður hlusta þeir minna á raunverulega trúarleiðtoga heimsins sem tala meðal annars um siðferðislega ábyrgð.

Ég veit ekki hve mikið er eftir af nýfrjálshyggjunni innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í dag. Ég veit hins vegar að sjóðurinn virðist ekki koma fram með nein samfélagsleg, félagsleg eða velferðartengd úrræði. Sjóðurinn einbeitir sér að styrkingu krónunnar, og nú munum við væntanlega fá að sjá hvað sú styrking mun koma til með að kosta í raun. Því miður erum við Íslendingar orðnir að tilraunadýrum í hagfræðilegri rannsóknarstofu Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins, IMF.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband