19.11.2008 | 08:08
Hverjir segja næst af sér?
Núna eru allir komnir í hár saman og það er ennþá ljósara en áður að allt fjármálaeftirlit og eftirlit af hálfu Seðlabanka og ríkisstjórnar hefur verið í algjörum molum.
Spurningin vaknar, hverjir segja næst af sér! Ræða Davíðs bendir til þess að hann geti verið á förum, aðrir segja að Ingibjörg Sólrún fari fyrst og sé núna komin á flótta.
Er ekki einfaldlega kominn tími til að boða til kosninga. Þetta lið sem stjórnar okkur núna þekkir greinilega ekki muninn á réttu og röngu. Það er bara að reyna að bjarga sjálfu sér.
Það hefur lengi skort siðferðislegan þroska og menntun meðal íslensku þjóðarinnar og endurspeglast þessi siðferðisskortur í þeim leiðtogum sem valdir hafa verið til forystu einkum innan Sjálfstæðisflokksins. Sumir ganga jafnvel svo langt að kalla þetta hreina siðblindu sem líkist því sem ríkti í Rússlandi á dögum sovéska kommúnistaflokksins.
Við þurfum ekki fleiri lögfræðinga, eða eðalbláa Inspectora Scholae, - við þurfum víðsýnt fólk í ríkisstjórn og í Seðlabanka og fjármálaeftirlit. Fólk sem hugsar eins og heimspekingar en kann að tefla real pólitíska skák.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.