18.11.2008 | 10:37
Skortur á hugrekki annarra fer í taugarnar á Davíð
Davíð Oddsson er svipmikill og vanur að segja það sem hann meinar umbúðalaust. Hvað sem mönnum finnst um Davíð, hvort sem menn þola hann eða ekki, - þá er hann Davíð ekki huglaus.
En hugleysi annarra fer í taugarnar á Davíð og ég skil hann vel. Það hlýtur að vera hundleiðinlegt að vera umkringdur fólki sem þorir ekki að segja annað en "Já" , "amen" og "skal gert". Jafnvel þótt að maður sjálfur sé "dálítið ákveðinn og gefinn fyrir að stjórna."
Stjórnmálamenn og seðlabankastjórar þurfa fyrst og fremst á því að halda að fólk þori að segja þeim sannleikann. Þeir þurfa ekki á þjónkun annarra að halda. Þeir þurfa á fólki að halda sem þorir að standa upp og berja í borðið á móti þeim. Vinur er sá sem til vamms segir.
Ráðgjafar sem smjaðra og ljúga eru verri en engir ráðgjafar. Kannski ættu Sjálfstæðismenn að fá sér ráðgjafa úr röðum Vinstri Grænna til þess að fá að heyra sannleikann umbúðalaust eða a.m.k. til þess að fá að heyra aðra skoðun á málunum. Vinstri grænir hafa svosem ekki legið á skoðunum sínum og ég held að Sjálfstæðismenn hefðu mátt hlusta af athygli á Steingrím J. Þá værum við kannski ekki í þeirri stöðu sem við erum í í dag.
Hugrekki er einn mikilvægasti eiginleiki stjórnmálamanns en ég held að Davíð sé búinn að fá nóg af öllu þessu "já - liði" sem eru hvort eð er eintómar gungur. Hann er greinilega líka búinn að fá nóg af heigulshætti í viðskiptalífinu og í stjórnmálunum almennt. En hvar finnur Davíð hugrakka stjórnmálamenn??? Ekki finnur hann þá í eigin flokki!
Ég er persónulega ekki hrædd við Davíð. Hann er bara mannlegur eins og hver annar. Það þarf hugrekki til þess að lifa og maður þarf einfaldlega að vera tilbúinn til að þjást sjálfur fyrir hugsjónir sínar til að geta lifað af hugrekki og með fullri sæmd.
Í Vinstri Grænum er fullt af mjög hugrökkum stjórnmálamönnum eins og t.d. Steingrími, Katrínu, Kolbrúnu og Atla Gísla. Það þarf einfaldlega svo mikið hugrekki til þess að berjast fyrir hugsjónum VG að þeir sem ekki hafa ómælt hugrekki myndu aldrei þora að berjast þannig á móti ríkjandi valdhöfum. Allir þingmenn VG hafa staðið í eldlínunni og hlotið sína eldskírn.
Það er því ljóst að:
Fortíðin er Sjálfstæðisflokksins - Framtíðin er Vinstri Grænna!
Athugasemdir
Mæltu manna heilust.
Davíð ÞOLIR EKKI hýenur og lyddur.
ÞAð hefur stundum komið honum í koll en eins og hannsegir svo oft, að Karrlinn sem hér stendur er ekkert hræddur við að fá eldsnöggt í hausinn, ef aðilar koma beint að honum og er tilbúin til að lemja menn til baka leiftursnöggt, ef með þarf.
ÉG veit, að undirlægjuháttur okkar við Breta er eitur í hans beinum.
Þó svo að WC fyrrum bretaforsætisráðherra (skammstöfun við hæfi að mínu mati) sé einn af uppáhalds stjórnmálamaður hans og Bretar í háum metum hjá honum vildi hann miklu miklu sterkari viðbrögð við kúgun þeirra á okkur
Með kveðju
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 18.11.2008 kl. 12:43
Já VG hafa staðið sig vel við erfiðar aðstæður og sýnt mikið hugrekki.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.11.2008 kl. 14:46
Ég er svo svartsýn þessa dagana að ég treysti engum. Ég sé ekki fram á að neitt breytist. Björgunaraðgerðirnar sem binda okkur á skuldaklafa langt fram yfir eftirlaunaaldur og tilboðið góða um að gera eignir okkar upptækar og leyfa okkur að leigja af ríkinu er alveg stórkostlegt.
Steingerður Steinarsdóttir, 18.11.2008 kl. 15:51
Það á eftir að reyna á VG sem stjórnarflokk.?
Ragnar Gunnlaugsson, 18.11.2008 kl. 17:02
Hm, mér þykir þú bjartsýn á karakterstyrk Davíðs Oddssonar - sem býsnaðist í ræðu í morgun yfir valdatilfærslu sem fór fram á þeim tíma sem hann var forsætisráðherra - leitaðist sem sagt við að skýla sér á bak við gjörning sem var í tísku - að hans sögn- þegar hann var við völd - það er nú allur styrkurinn og hugrekkið.
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.11.2008 kl. 19:02
Það er þetta hugrekki sem Baugsfylkingin óttast og vill burt!
Jónas Jónasson, 18.11.2008 kl. 23:56
Mér finnst það nú reyndar toppa allt annað hugleysi ef hann hefur gert sér grein fyrir hvert stefndi strax í febrúar en ekki notað neitt af þeim tækjum og völdum sem hin sjálfstæða stofnun Seðlabanki Íslands ræður yfir til annaðhvort að koma í veg fyrir það eða í þða minnsta að undirbúa, Seðlabankann, efnahagslífið og krónuna fyrir það sem í uppsiglingu væri.
- Davíð er hér ber af annaðhvort lýðskrumi eða hugleysi en þó líklegast hvorttveggja þ.e. lýðskrumi og hugleysi.
Helgi Jóhann Hauksson, 19.11.2008 kl. 01:02
Helgi Jóhann Hauksson er það ekki í verkahring ríkisstjórnarinnar að sja um að auka gjaldeyrisforðan? Af hverju tekur Samfylkingin ekki hugmynd Davíðs um rannsókn á störfum SÍ fagnandi?
AF HVERJU ER ENGIN RANNSÓKN KOMIN Í GANG?
Mér þykir það mjög grunsamlegt af samfylkingunni að þora ekki að ræða neitt annað en fortíð og framtíð seðlabankastjóra.
Jónas Jónasson, 19.11.2008 kl. 01:24
Ekki ætla ég að verja Samfylkinguna en ég hlustaði á Björgvin í dag fagna því að Davíð sættist á þá rannsókn sem þegar hefði verið ákveðin á öllu stjórnsýslulegu ferli málsins með atbeina erlendra aðila. - Auðvitað snjallt hjá Davíð að láta sem henn sé að biðja um rannsókn sem honum hefur þegar verið greint frá að munu fara fram.
Helgi Jóhann Hauksson, 19.11.2008 kl. 03:56
Kæru bloggfélagar,
Um leið og ég fullyrði að Davíð sé ekki huglaus, þá er ég líka að hæðast dálítið að honum því að allir harðstjórar verða að lokum sjálfir fórnarlömb hins veraldlega valds. Það er Davíð sjálfum að kenna ef enginn þorir að mótmæla honum.
Mene mene tekel ufarsin! - Konungur, dagar þínir eru taldir!
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 19.11.2008 kl. 08:16
Ok. ég bara minnist orða Bjarna Ben " ykkur finnst við slæmir, þá eru þeir verri" sem er bara mín tilfinning fyrir stöðunni í dag. Samfylkingin býður ekki uppá bjarta framtíð.
Jónas Jónasson, 19.11.2008 kl. 16:05
Jónas, það eru fleiri flokkar á Íslandi en Sjálfstæðisflokkur og Samfylking...
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.11.2008 kl. 16:07
Þetta flokkakjaftæði er bara úr sér gengið og við göngum um hlekkjuð við gagnslaust landnámsstjórnkerfi og eini munurinn er sá að vopn eru ekki lengur sverð og spjót, heldur bara skítkast og múgsefjun.
Kostnaðurinn við að reka þetta allt er áranguslaus og gífurlegur!
Kostnaðurinn við að reka 7 stór sveitafélög á litlu svæði svíður!
Jónas Jónasson, 19.11.2008 kl. 22:06
Jónas, hvað ætlarðu að láta koma í staðinn fyrir flokkakerfið?
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.11.2008 kl. 22:11
Breyta forsetaembættinu í umboðsmann íslands sem hefur atvinnu af því að setja saman 2 stjórnhópa sem etja kappi við hvern annan og og þjóðin kýs á milli tveggja sem vinna að loforðum sínum í 2 ár og á meðan setur umboðsmaðurinn saman annan hóp sem vinnur allan tíman við að undirbúa sig við að mæta hinum og gagnrína hann að 2 árum liðnum og þjóðin kýs þá aftur á milli þeirra tveggja. Umboðsmaðurinn verði kosinn á 4 ára fresti. Þessi hópur þarf ekki að vera fleirri en ráðherrar eru í dag.
Jónas Jónasson, 19.11.2008 kl. 23:33
Viltu sem sagt einræðisherra sem kallaður er umboðsmaður Íslands?
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.11.2008 kl. 00:16
*kallaður væri o.s.frv.
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.11.2008 kl. 00:17
Eg held þú hafir bara lesið 2 línur eða þú villt bara snúa út úr, vera óánægð og mótmæla öllu um ókomna tíð og þar með talið öllum tækifærunum.
Jónas Jónasson, 20.11.2008 kl. 00:27
Hvernig ætlar þú að láta velja umboðsmann Íslands, Jónas?
Það er að segja ef þú tekur það ekki bara að þér og veitir okkur löndum þínum óspart af gullnum tækifærum um ókomna framtíð.
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.11.2008 kl. 00:35
hehe! með kosningum auðvitað, á 4 ára fresti. Ekkert ósvipað og í Idol. Frambjóðendur hefja kosningabaráttu og leggja til hvernig þeir munu leita ráðamanna eða bara plan.
Svo raðar hann fagfólki í stöður í 2 mismunandi öfl með besta fáanlega fólki sem við síðan kjósum úr.
Svo er kanski ekkert vitlaust að nota X factor aðferðina þar sem kanski 3 aðilar mæta með hver sinn hóp.
það sem ég er að reyna að segja er að þessi raunveruleikaþáttaaðferð má kanski nýtast við ýmislegt annað en stjörnuleit. Ráðherraleit td.
Jónas Jónasson, 20.11.2008 kl. 00:51
ÞAð þarf allavega að vera meiri pressa á að fólk standi sig betur í starfi og sé á staðnum. að kjósa flokk er eins og að kaupa appelsínur í poka sem líta allar eins út en eru kanski 20% í lagi og restin ónýt.
Jónas Jónasson, 20.11.2008 kl. 00:58
Idol - eiga frambjóðendur að halda ræður eða syngja?
Það myndi verða mikið um kosningar í kerfinu sem þú leggur til.
Heldurðu að fólk nenni að mæta?
Ég held að þú horfir of mikið á raunveruleikaþætti.
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.11.2008 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.