Við eigum EKKI öll hlutdeild í sökinni!!!

bushdabbiSjálfstæðismenn halda núna uppi þeim áróðri að allir séu jafn sekir. Gamla fólkið á Hrafnistu sem missti hluta af sparifénu sínu á að vera jafn sekt og forystumenn Sjálfstæðisflokksins sem haldið hafa um stjórnartaumana undanfarin 17 ár.

Vinstri grænir sem öskrað hafa sig hása með mótmælum undanfarin 17 ár eiga núna bara ekkert að hafa mótmælt. Við Vinstri græn sem höfum alltaf verið ásökuð fyrir að vera á móti öllu eigum núna allt í einu að hafa tekið þátt í sukkinu.  NEI EKKI VIÐ!

VIÐ TÓKUM EKKI ÞÁTT Í ÞESSU SUKKI! VIÐ KUSUM EKKI ÞESSA MENN! VIÐ VORUM Á MÓTI KÁRAHNJÚKUM, VIÐ VORUM Á MÓTI EINKAVÆÐINGU BANKAKERFISINS, VIÐ VORUM Á MÓTI MISSKIPTINGUNNI Í ÞJÓÐFÉLAGINU. VIÐ ÖSKRUÐUM OKKUR HÁS!!!

ÉG MISSTI MEIRA AÐ SEGJA VINNUNA AF ÞVÍ AÐ ÉG MÓTMÆLTI SVO MIKIÐ AÐ ÞORGERÐUR KATRÍN VILDI EKKI LENGUR HAFA MIG SEM STARFSMANN SEM HEYRÐI UNDIR MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ !!!!

Ég frábið mér þegar sjálfstæðismenn og flokksdindlar þeirra segja að við höfum öll tekið þátt í þessum ljóta leik. 

ÉG OG MÖRG FLEIRI VORUM LÖGÐ Í EINELTI AF HÁLFU SJÁLFSTÆÐISMANNA MEÐAN Á ÞESSU SUKKI STÓÐ!!!  VIÐ NUTUM EINSKIS OG NJÓTUM AÐEINS SKULDANNA NÚNA.

VÉR MÓTMÆLUM ÞVÍ ÖLL Í NAFNI ÍSLENSKU ÞJÓÐARINNAR!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Nei það eru örfáar undantekningar. En velflestir og mikill meirihluti tók þátt í gróðærinu sem svo hefur verið nefnt og því þykir mér kaldhæðnislegt að öll þjóðin segist núna hafa allann tímann verið á móti þessu. Líka þeir sem að skuldsettu sig hömlulaust og tóku þátt í efnishyggjunni, langt um efni fram.

Jóhann Pétur Pétursson, 16.11.2008 kl. 18:57

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta er ekki rétt, Jóhann Pétur. Fæst okkar tóku þátt í gróðærinu og bæði einkaspillingarvæðing bankanna og aukin misskipting í þjóðfélaginu voru harðlega gagnrýnd af fjölda fólks - bæði utan flokka og innan.

Það er erfitt að giska en ætli prósentuskiptingin 80-20 eigi ekki ágætlega við hér sem víðar - þ.e. 20% þjóðarinnar tók þátt en 80% hennar gerði það ekki.

Lára Hanna Einarsdóttir, 16.11.2008 kl. 19:22

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg persónulega varð aldrei var við neitt góðæri.

Eg kannast ekki heldur við að ástandið fyrir einkavæðingu og innleiðingu frjálshyggjunnar hafi verið afskaplega slæmt.  Td. á áratugnum 1980-1990.

(en margir tala þannig að mætti halda að allt hefði verið í kalda kolum fyrir 20-30 árum.  Eg bara minnist þess ekki.  Kannski er ég orðinn svo gamall að ég er farinn að gleyma.)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.11.2008 kl. 20:16

4 identicon

Alveg sama hvað fólk keppist um að fría sig "ábyrgð" þá er það nú bara svo að það er enginn að fá góðærið í hausinn sem ekki tók þátt í því!

Bjarni (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 20:24

5 identicon

Ég kannast ekki við að Sjálfstæðismenn haldi þessu fram. Ég hef engan heyrt tala þannig í mín eyru.

En ég hef hitt nokkra einstaklinga, sem ég veit ekki hvað þeir krossa við í kjörklefunum, tala svona.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 08:04

6 identicon

Mig langar að taka undir með Ómari Bjarka - mér finnst fáránlegt þegar verið er að spyrja í hneykslunartón hvort við viljum fara aftur til einhverrar hræðilegrar fortíðar. Ég er alin upp á sjötta og sjöunda áratugnum (fædd 53) og þá var hægt að halda heimili án þess að báðir foreldrar ynnu 10 tíma á dag utan heimilis. Auðvitað leyfði fólk sér ekki mikinn munað, en það var heldur ekki að horfa upp á óhóf fámennrar stéttar sem virtist búa í allt öðrum veruleika. Bilið hefur aukist svo mikið og pressan hefur haldið fáránlegum glansmyndum uppi sem fyrirmyndum.

Áður fyrr gátu Íslendingar sjálfir búið til húsgögn og föt, meira að segja skó. Ég er ekki að segja að allir þurfi aftur að borða satltfisk á laugardögum og kjötbollur á miðvikudögum eða ganga í Álafossúlpum. En við gætum nýtt okkur allt það hæfileikaríka og vel menntaða fólk sem við eigum til að byggja upp íslenska framleiðslu og reyna að vera sjálfum okkur nóg á sem flestum sviðum - og selja auðvitað úr landi líka. Allir sem hingað koma eru yfir sig hrifnir af ullinni, vatninu, skyrinu, sælgætinu ... Það eru sóknarfæri bæði heima og heiman, en bara ef okkur tekst að halda sjálfstæði og sjálfræði og losna við draugana úr ríkisstjórninni áður en þeir valda enn meiri og jafnvel óbætanlegum skaða.

Ragnheiður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 09:04

7 identicon

Ég er víst sek... ég tók lán... NÁMSLÁN!

Ég neita að vera með samviskubit og taka til mín skammir þessara háu herra um að ég eigi þátt í hruninu. Ég sem almennur námsmaður hef haft mjög takmörkuð tækifæri til að hafa áhrif í þjóðfélaginu. Námið tekur allan minn tíma, en ég reyni samt að fylgjast með samfélagsumræðu á Íslandi. Þegar stjórnmálamenn og auðkýfingar segja mér að skammast mín fyrir að vera eyðslukló fæ ég netta þörf að hrækja framan í þá.

Ég veit sjálf hversu naumlega ég slapp við að vera með verðtryggt íbúðalán á herðunum. Ef ég hefði klárað námið mitt núna í haust (sem var planið) hefði ég líklega verið búin að fjárfesta í íbúðarhúsnæði þegar hrunið varð. En þar sem ég er námsmaður erlendis kaupi ég ekki íbúð fyrr en þegar (orðið ef) ég flyt aftur til Íslands. En samt sem áður að ef ég hefði verið búin að kaupa íbúð hefði ég samt ekki verið tilbúin til að taka eyðsluklóar stimplinum frá þessum skíthælum þrátt fyrir að vera stór skuldug.

Reiðin kraumar í mér yfir þessu framferði og yfirlýsingum mannanna sem þjóðin valdi til að  bera ÁBYRGÐ!

Anna Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 15:56

8 identicon

Ætli hlutfallið hafi ekki verið 80-20% . Þá meina ég að græðgin hafi heltekið 80% þjóðarinnar. Það voru allir eða langflesti að tala um réttmæt lífskjör og þar með talin voru ferðalög, utanlandsferðir,jafnvel 5-6 á ári, hús og bílar, sumarhús og heitir pottar útum allt.

Það seldist alt, sama hvað það kostaði. Svo var karpað um hærri laun, vegna fleiri háskólaára, í námi. Ég tala nú ekki um ofur starfslokasamninga, sem sumum þótti alveg eðlilegir!!!

Svona hagaði meirihluti þjóðarinnar, sér. Og hlutfallið held ég að hafi verið 80% af þjóðinni sem sagðist eiga rétt á þessu.

Hver gaf þeim réttinn?

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 21:24

9 identicon

En mig langa til að spyrja höfund bloggsins, Herjir af sjálfstæðismönnunum lögðu þig í einelti. Og með hvaða hætti?

Ef þú samþykkir ekki þessa athugasemd, þá set ég hana á bloggsíðuna mína og nefni hana þínu nafni.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband