16.11.2008 | 07:14
Fjármálaeftirlitið í höndum Sjálfstæðismanna allan tímann
Jónas Friðrik Jónsson, forstjóri fjármálaeftirlitsins, er sannfærðasti frjálshyggju-sjálfstæðismaður sem ég hef nokkru sinni kynnst. Ég var að vinna með honum eitt sumar og allan tímann talaði hann um Sjálfstæðisflokkinn, frjálshyggjuna, og hvað þetta væri allt æðislegt sem flokkurinn væri að gera.
Sjálfstæðismenn settu semsagt sinn sannfærðasta mann sem forstjóra yfir Fjármálaeftirlitið, mann sem er þeirrar skoðunar að eftirlit og ríkisafskipti eigi að vera sem allra minnst. Sniðugt. Enda virðist Jónas Friðrik ekkert hafa haft mikið eftirlit með bönkunum.
Jónas Friðrik hélt því t.d. fram að ég yrði að fara í Versló eða M.R. Hann taldi að með því að fara í M.H. væri ég að tefla pólitískri framtíð minni í tvísýnu af því að þar væru bara ólukkans kommúnistar. Svona malaði hann allt sumarið og flokkaði menn og fyrirbæri niður eftir því hvort um sjálfstæðismenn væri að ræða eða einhverja aðra.
Jónas Friðrik var í SUS og sóttist þar eftir formannsembætti en tapaði formannsslagnum. Hann nýtur verndar Sjálfstæðisflokksins enda sér hann ekki mikla ástæðu til þess að ræða við fjölmiðla í dag
Valdaklíkan sem stjórnar Íslandi sér um sína.
Athugasemdir
Hvar vinnur Hannes Hólmsteinn?
Víðir Benediktsson, 16.11.2008 kl. 09:34
Þú gleymdir einu hann sat í stjórn Vöku með Sigurjóni Landsbankastjóra sem hann átti að hafa eftirlit með!
María Kristjánsdóttir, 16.11.2008 kl. 11:20
Þessar upplýsingar um Jónas Friðrik eru mjög áhugaverðar og passa vel inn í heildamyndina. Vanhæfir stjórnmálamenn Sjálfstæðisflokksins setja vanhæfa embættismenn inn í kerfið. Flokksskírteinið er mikilvægara en menntunin.
Hjálmtýr V Heiðdal, 16.11.2008 kl. 11:23
Það er sama hvert litið er, vanhæfir sjálfgræðgismenn að vernda vanhæfa flokksfélaga en andlegt atgervi hvergi til staðar. Þetta hafa sjallarnir frá andlegum leiðtoga lífs síns, Ceaucescu Oddssyni í Bleðlabankanum. Og eins og nafni hans í Rúmeníu forðum og aðrir ógnarstjórnar eiginhagsmunaseggir t.d. Hitler, Pinochet, Idi Amin, Bokassa, Mugabe, og margir fleiri snýst allt um einkahagsmuni ógnarstjórnarherranns og hans nánustu vina og flokksfélaga.
corvus corax, 16.11.2008 kl. 11:51
Já, satt hjá þér.
Mjög sniðugt að setja mann í fjármálaeftirlit sem hefur að kennisetningu að "eftirlit og ríkisafskipti eigi að vera sem allra minnst"
En það smellpassar náttúrulega inní kenninguna heilt yfir sem fylgt hefur verið á landinu undanfarin ár.
Þetta eru miklir snillingar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.11.2008 kl. 11:54
Þetta kemur heim og saman við það sem maður hefur haft á tilfinningunni. Þegar fjármálaeftirlitið leyfði opnun Icesave útibúa (lögum samkvæmt þurfti leyfi þess) þjónaði fjármálaeftirlitið auðvaldinu en snéri baki í þjóðina.
Þetta er eitthvað skýrasta dæmi um misbeitingu valds. Jónas Fr. er því einn af höfuðpaurunum í þeirri stöðu sem þjóð okkar hefur verið sett í.
Það hvisast nú líka að Edda Rós "álitsgjafi" og Elín bankastjóri hafi verið helstu arkitektar Icesave.
Burt með spillingarliðið!
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.11.2008 kl. 13:16
En heyrðu nú mig,,, Jón Sigurðsson fyrrum viðskiptaráðherra er nú stjórnarformaður fjármálaeftirlitsins og eilífðar krati, var á sínum tíma óskabarn Alþýðuflokksins, veit ekki betur en að hann sé líka í stjórn Seðlabanka. hmm eru bara sjálfstæðismenn spilltir?
Ólafur Ólafsson og S-hópurinn eru þeir hallir undir Sjálfstæðisflokksins? Held að þetta sé ekki alveg svona einfalt. Við eigum sjálf að skammast okkar fyrir hvernig fór en ekki endalaust finna blóraböggla við kusum þetta lið yfir okkur.
Framsóknarflokkur og Halldór Ásgríms bera mikla ábyrgð, Jón Sigurðsson, Jónas Fr, Davíð Oddson osfr, osfr.
Hverjir gáfu Bjarna Ármannssyni lausan taumin með FBA á sínum tíma?
getum haldið endalaust áfram
Jón Þór Benediktsson, 16.11.2008 kl. 16:11
Kæri Jón Þór,
Ég kaus ekki þetta lið, þótt þú hafir e.t.v. gert það.
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 16.11.2008 kl. 16:48
er nokkuð viss um að Jónas Þór er að undirbúa sig með að taka pokann sinn - hefði kanski mátt gerast mun fyrr - en eitt þurfum við að passa okkur á - ef við viljum spillingarliðið í burtu þá ættum við að varast að tengja þessa ansk flokkapólitík inn í svona umræðu of mikið - spillingarliðið er í öllum flokkum og það þurfum við að losna við fyrirr en seinna
Jón Snæbjörnsson, 16.11.2008 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.