11.11.2008 | 15:06
Íslensk kjötsúpa og þjóðlegar servíettur
Bauð vinafólki í íslenska kjötsúpu með lífrænt ræktuðu lambakjöti og servíetturnar á borðinu voru í þjóðlegum lopapeysustíl. Það er þó alla vegana til nóg að borða og ennþá búum við ekki í tjöldum og það eru allavegana ekki sveitir vopnaðra vígamanna eins og í Sómalíu eða Kongó sem ganga hér um göturnar. Semsagt ástandið gæti verið verra.
Það er eins gott að telja upp það jákvæða við Ísland. Á þeim lista gæti verið:
Hangikjöt, Lambakjöt, uppstúf, grænar baunir, sundlaugarnar, fjöllin og náttúran, opal, konfekt frá Nóa-Síríus, malt og appelsín, flatkökur, svið, slátur og þorramatur, skemmtilegt fólk, Jón Leifs, Hamrahlíðarkórinn, Synfóníuhljómsveit Íslands, Vox Academica, Kirkjukór Selfoss, landsbyggðin, miðbær Reykjavíkur, jólin, áramótin, lopapeysur, prjónadót, ullarsokkar...og svona gæti ég haldið áfram endalaust og ekki má gleyma blessuðum dýrunum...íslenski hundurinn, fjósakötturinn, sauðkindin og íslenski kúastofninn...
Af hverju erum við alltaf að kvarta... Ísland er ennþá besta land í heimi
Athugasemdir
Heyr Heyr!
Jon Magnusson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 16:28
Já það er ekkert eins og að vera hlýtt á tánum
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.11.2008 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.