10.11.2008 | 04:00
Peningar inn - peningar út og hvað svo?
Hagfræðingar eru eins og allir vita ekki alltaf sammála. Meðal annars er til hópur hagfræðinga sem telur að best væri að sleppa því að taka svona stórt erlent lán, og láta krónuna bara fljóta og taka fallið sem því mun fylgja.
Þessi hópur hagfræðinga óttast að ef við fáum risalán frá útlöndum til að styrkja krónuna, þá komi lánið inn í landið - svo þegar krónan er sett á flot - fari peningarnir aftur út úr landinu og það sem verst er - þeir telja að krónan muni samt sem áður halda áfram að falla.
Þannig að ef illa fer, þá sitjum við ennþá uppi með ónýta krónu en einnig rosalegar erlendar skuldir. "Það er of mikil áhætta sem verið er að taka" sagði vel menntaður hagfræðingur.
Ég veit sveimér þá ekki lengur hvort hagfræðin telst til vísinda, en það fór um mig kaldur hrollur þegar ég uppgötvaði að það getur verið að allt þetta basl stjórnvalda dugi einfaldlega ekki til.
Athugasemdir
Ingibjörg, hagfræði er trú á einn guð sem nefnist Mammon, þessi trú eins og margar aðrar skiptist í margar kenningar með mismunandi áherslum. Prestar þessara trúarbragað eru hagfræðingar en munurinn á þeim og prestum annara trúarbragaða er að hagfræðingarnir skipta um kenningu eftir því hvernig vindurinn blæs, enda er þekking þeirra í molum.
Einar Þór Strand, 10.11.2008 kl. 08:51
Andra Snæ Magnason sem forsætisráðherra!
Ævar Rafn Kjartansson, 10.11.2008 kl. 11:10
Hagfræði er ekki eins og raunvísindi. Menn leggja upp forsendur og komast að mismunandi niðurstöðum. Ég tel að lánið frá IMF sé algjört flan og tek undir með hagfræðingunum sem þú talar um.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.11.2008 kl. 13:29
Sammála: Og í viðbót: Andra Snæ Magnason sem forsætisráðherra.
Árni Gunnarsson, 10.11.2008 kl. 22:39
Jakobína: "Menn leggja upp forsendur og komast að mismunandi niðurstöðum."
Svona nokkurnveginn eins og önnur skipulögð trúarbrögð.
Heimir Tómasson, 11.11.2008 kl. 02:45
Sæl Ingibjörg,
Vildi bara segja þér að ég hef mjög gaman af blogginu þínu. Þú ert greinilega mjög hugsandi manneskja.
Annars þekki ég þig ekki neitt, rakst bara á síðuna þína fyrir tilviljun.
Takk fyrir gott blogg!
kv. Kristín
Kristín Hildur Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.