9.11.2008 | 13:52
Þrískiptingu ríkisvaldsins á Íslandi er ábótavant!
Mér hefur lengi fundist sem þrískiptingu ríkisvaldsins á Íslandi sé ábótavant. Einkum brá mér hastarlega þegar farið var að skipa sjálfstæðismenn pólitiskt sem hæstaréttardómara. Þar fannst mer að væri verið að brjóta reglur um þrískiptingu ríkisvaldsins.
Það er grundvallaratriði að dómsvaldið sé sem mest óháð framkvæmdavaldinu þannig að spilling skapist ekki. Á þessu hefur orðið alvarlegur misbrestur hér á landi.
Ráðherraræði er líka alltof sterkt hér og Alþingi hefur verið niðurlægt. Við þurfum því að hefja upp umræðu um grundvallarstoðir lýðræðisins og hvernig við getum tryggt betur þrískiptingu ríkisvaldsins samkvæmt Montesqueu, Locke, Berkeley og Hume. Við þurfum að fara aftur í grunn lýðræðisins og spyrja þeirrar spurningar:
Búum við við raunverulegt lýðræði í dag?
Athugasemdir
Ráðuneytin ráða í raun öllu. Alþingi er valdlaus stimpilstofnun. Lögin eru samin í ráðuneytunum send niður á þing sem formsatriði.
Allt dómskerfið er maðkétið af sjálfstæðismönnum. Þetta sama á við um aðrar stofnanir þær þjóna ekki almenningi heldur eru vakthundar ríkisvaldsins.
Lýðræði er ekki lengur til á Íslandi. Kosningakerfið er rotið vegna spillingar. Hagur almennings víkur fyrir valdagræðgi og peningagræðigi einstaklinga sem komist hafa til valda. Þetta er það sem blasir við okkur í samtímanum.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.11.2008 kl. 14:17
Kæra Jakobína,
Þarna ert þú komin að kjarna málsins og kannski er þetta skýringin á því ástandi mála sem við sjáum í dag.
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 9.11.2008 kl. 14:31
Svo finnst mér að það ætti að vera hægt að fylgjast með þingumræðum í útvarpi meðan fólk er á ferðinni.
Pétur Þorleifsson , 10.11.2008 kl. 09:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.