Alexandra og hvíta lopapeysan

Kötturinn Alexandra er mjög hrifin af fataskápum.  Um leið og fataskápur er opnaður, stekkur hún inn í hann og hreiðrar um sig á bakvið fötin.  Í dag hvarf hún inn í skáp og hreiðraði um sig í hvítu lopapeysunni minni sem var prjónuð í Búðardal.  Ullin er greinilega af fyrsta gæðaflokki vegna þess að ekkert heyrðist í Alexöndru í eina klukkustund á meðan hún svaf í lopapeysunni.

En myndirnar segja meira en þúsund orð.  Takið eftir því hvað blái baðsloppurinn skapar skemmtilegan kontrast. 

Lopapeysa og köttur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og síðan er líka svo gott að þvo sér í fataskápum:

Alexandra þvær sér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hún virðist ekki hafa áhyggjur af kreppunni!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.11.2008 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband