Sjálfstæðismenn gera hvað sem er til að halda völdum

Það ætti að vera orðið almenningi ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn að gera allt, já allt, til að halda völdum.  Sjálfstæðismenn eru núna á fullu að tala um að allir verði að standa saman, allir eigi að vera jákvæðir og það að kalla Flokkinn til ábyrgðar sé óþarfa neikvæðni og nornaveiðar.

Þeir vita semsagt upp á sig sökina.

Að þessu leyti minnir Sjálfstæðisflokkurinn talsvert á pólska kommúnistaflokkinn á dögum Jarúselskís sem gaf fólki Murti Bing pillur til þess að það yrði til friðs.  Cezlav Miloscz lýsti því frábærlega hvernig fólk gat sagt sína raunverulegu skoðun heima við eldhúsborðið en opinberlega varð fólk hins vegar að fylgja flokkslínunni.  Þannig urðu allir í Póllandi eins og tvær persónur, prívatpersónan heima við og opinbera persónan sem fylgdi Flokknum.  Gallinn við þetta kerfi er að það er bara svo erfitt að lifa tvöföldu lífi til lengdar.  Það þolir það varla nokkur maður. 

Sjálfstæðisflokkurinn er sérstaklega var um sig þessa dagana vegna þess að hann er að klofna niður í smærri einingar og það grefur undan flokknum og flokkslínunni með hverjum deginum sem líður. Enda hefur Flokkurinn aldrei verið annað en samansafn ólíkra hagsmunaaðila sem vilja ráða í þjóðfélaginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já þeim stendur á sama um almenning

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.10.2008 kl. 16:49

2 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Góða kvöldið Ingibjörg

Þetta lítur ekki vel út almenningur hefur tapað allri tiltrú á forustumönnum landsins og neistinn að búa á landinu er að slökkna.

Þeir sem yfirgefa ekki landið óttast ég að reyni að sniðganga eins og hver getur skyldu sína til ríkisins.

Með fallandi ál og fiskverði mun gengið síga með.

Til að almenningur öðlist tiltrú á landinu okkar aftur þarf að lofa kosningum eins fljót og auðið er.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 28.10.2008 kl. 18:01

3 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Það er auðvitað með ólíkindum hve fáir sitja í innsta hring við ákvarðanatökuborðið þessa dagana. Eitthvað þolir ekki dagsins ljós og Garðálfurinn í Samfylkingunni ólmast í geðvonsku í ræðustól í Alþingi, Það hlýtur að reyna á gyllinæðina að halda ríkisstjórninni á lífi. Samfylkingin er enda ýmist í stjórn eða stjórnarandstöðu, eftir því hver talar og hvar.

Erna Bjarnadóttir, 29.10.2008 kl. 08:26

4 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn stjórnar í skjóli Samfylkingarinnar og hennar er sökin og ábyrgðin!

Nafnlaus (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband