28.10.2008 | 01:26
Það jákvæða í mínu lífi
Ég hef verið beðin um að skrifa nokkur orð um það jákvæða í mínu lífi. Að sjálfsögðu er margt mjög jákvætt og margt hefur áunnist á undanförnum árum. Ég á yndislegan mann, kött og naggrís sem lifa í sátt og samlyndi eins og í Edensgarði fyrir syndafallið.
Ég er einnig sjálf á hinni miklu og andlegu þroskabraut sem er mun mikilvægari og æðri en einstaka efnahagsþrengingar. Það má segja að ég sé einskonar nemandi sem fetar braut viskunnar. Sú braut er sá þröngi og erfiði vegur sem sagt er frá í helgum ritum, en ég er löngu búin að komast að því að sú leiðin sem virðist erfiðari við fyrstu sýn, er sú einfaldari þegar upp er staðið.
Ég er núna mikið að skoða allskyns trúarbrögð eins og nútíma búddisma, guðfræði umhverfisins, og ýmsar fornar kenningar. Mér finnst ég njóta verndar og vera leidd áfram í leit minni að visku og skilningi. En þessi þroskabraut mín er ekki skráð sem námsáfangi í neinum skóla þannig að það er kannski dálítið erfitt fyrir mig að útskýra hana nánar.
En ég tek örum framförum í þroska og skilningi og er alltaf að nálgast sannleikann þótt að ég viti að ég nái sjálfsagt ekki að höndla sjálfan sannleikann í þessu lífi sem er svo mörgum takmörkunum háð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.