27.10.2008 | 17:22
Fyrirtæki fjara út eftir því sem stíflan varir lengur
Ennþá eru gjaldeyrisviðskipti í rugli og skiptir þá engu hvort verið er að flytja gjaldeyri inn eða út úr landinu. Ekki er hægt að fá sendar erlendar ávísanir vegna þess að bankarnir taka ekki við þeim jafnvel þótt sárvanti gjaldeyri inn í landið. Gjaldeyrisreikningar eru frosnir og ekki hægt að leggja inn á íslenska reikninga í erlendum bönkum.
Þessvegna fjarar nú ört undan ýmsum fyrirtækjum sem hafa verið í miklum erlendum samskiptum. Það er nóg af verkefnum að vinna en það er ekki hægt að fá greitt fyrir þau af því að ekki er hægt að koma peningunum til landsins til að greiða þann kostnað sem safnast upp.
Ekki veit ég hvað Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún eru að gera, en hvað sem þau eru að gera, þá eru þau ekki að vinna nógu hratt. Hlutirnir ganga of hægt. Atvinnulífið er að frjósa í bókstaflegum skilningi og það verður ekki hægt að vinna sig út úr kreppunni nema hægt verði að koma gjaldeyri aftur inn í landið.
Ástandið minnir á efnahagsþvinganir sem settar voru á Írak þegar Saddam Hussein var þar við völd.
Þetta er því algjört meiriháttar klúður og ég er hrædd um að þetta klúður verði að skrifast alfarið á reikning Sjálfstæðisflokksins. Ekki tók ég a.m.k. þátt í þessu.
Athugasemdir
Það Verða Því Miður Gjaldeyrishöft Næsta Mánuðina
En langar Að Nota Tækifærið 3 Falt húrra Fyrir Ríkistjórninni
Húrra Húrra Húrra
Kveðja
Æsir (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 17:42
Hlutirnir ganga bæði of hægt og of hratt. Menn eru að klúðra bæði vegna hægagangs og hraða! Þannig er ástandið.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.10.2008 kl. 17:49
Það er engin leið að mæla tjónið sem orðið er, viðskiptasambönd hafa fuðrað upp jafnvel þar sem áratuga viðskipti liggja að baki. Staðgreiðslu takk segja erlendu birgjarnir núna. Hvernig ráðherrar geta brosað framan í landsmenn gegnum sjónvarpsskjáina er mér óskiljanlegt.
Erna Bjarnadóttir, 27.10.2008 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.