Að vinna sig út úr atvinnumissi

ar118898164079955.jpgÉg lenti í því fyrir 2 árum að missa vinnuna með 2 vikna fyrirvara.  Það var bæði mjög grimm og óskiljanleg ráðstöfun sem e.t.v. átti sér pólitískar skýringar (ég var ekki í rétta flokknum).

En ég fór heim og settist við eldhúsborðið og velti stöðunni fyrir mér.  Hvað í ósköpunum get ég gert núna ???  Ég hugsaði og komst að þeirri niðurstöðu að ég ætti alltaf þá þekkingu, menntun og kunnáttu sem ég hefði tileinkað mér.  Menntunina getur enginn tekið frá manni.

Þannig að ég stofnaði mitt eigið einstaklingsfyrirtæki, gerðist sjálfstætt starfandi ráðgjafi og þýðandi.  Ég fór strax að huga að því að ná tengslum við fyrirtæki og skapa mér verkefni.  Ég beið ekki eftir því að síminn hringdi (vegna þess að hann hringir ekki).  Ég hringdi sjálf og spurði hvort verkefni væru á lausu. 

Síðan eru liðin tvö ár og ég hef haft nóg að gera í þessi tvö ár.  Í dag vinn ég bæði fyrir íslensk og erlend fyrirtæki, ég þýði bækur og er með nægan fjölda verkefna a.m.k. fyrir mig sjálfa.  Einnig hef ég tekið að mér stundakennslu.  Ég flutti meira að segja út á land og flutti eitt starf með mér út á landsbyggðina. Ég bjó til eitt nýtt starf á landsbyggðinni.

Ég hef aldrei tekið lán til fyrirtækisins, - fyrirtækið er skuldlaust og ég sé fram á að hafa ætíð verkefni vegna þess að ég hef bæði menntun og þekkingu sem ég get komið í verð á alþjóðlegum markaði.

Þannig að þeir sem missa vinnuna verða að hugsa vandlega um það hverjir eru þeirra styrkleikar og spyrja sjálfan sig:  Hvað kann ég og get betur en nokkur annar? Og líka:  hvað hefur mig alltaf langað til að gera - því nú er tækifærið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

 " Svona eiga sýslumenn að vera ", flott hjá þér , til hamingu með framtakið.

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 25.10.2008 kl. 11:38

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Flott. Svona sjálfstæði þekkja þeir ekki sem legið hafa í kjöltu stjórnvalda. þeir þekkja bara frekju.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.10.2008 kl. 12:06

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Mikið var nú gott að sjá þessa færslu þína, miðað við nöldrið í færslunni á undan. Hún var neyðarleg.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.10.2008 kl. 12:25

4 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Kæri Vilhjálmur.

Auðvitað sveiflast allir dálítið upp og niður í bjartsýni og svartsýni til skiptis þegar ástandið er eins og það er.  Það er bara eðlilegt að finna t.d. fyrir kvíða stundum og e.t.v. var ég að tjá þennan óljósa kvíða i síðustu færslu.

Ég hef þó mikla ástæðu til þess að vera þakklát fyrir svo afskaplega margt, og ég hef ekki miklar áhyggjur af sjálfri mér persónulega, einkum og sér í lagi þar sem ekkert lát er á því að ég fái verkefni. Það getur meira að segja verið að ég geti aðstoðað aðra.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 25.10.2008 kl. 12:36

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þeir fiska sem róa, segir máltækið.

Ég held að margir hafi sveiflast milli kvíða og bjartsýni á undaförnum vikum. Sjálfur er ég ekki undanskilinn. Það er bara mannlegt og líklega eðlileg viðbrögð.

Verum bjartsýn. Búið er að slökkva mestu eldana og nú þurfum við að byggja upp úr brunarústunum. Það mun auðvitað taka á, en það kemur dagur eftir þennan dag...

Ágúst H Bjarnason, 25.10.2008 kl. 13:13

6 Smámynd: Hilmir Arnarson

Alltaf dáist ég af fólki með þennan eldmóð sem reisir fyrirtæki upp úr engu, hvorki án lána eða hlutabréfa og hvað sem þessir pappírar heita.  Til hamingju.  Gaman að lesa bloggið þitt.

Hilmir Arnarson, 25.10.2008 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband