Endurfjármagna á bankana til þess að geta selt þá aftur til auðkýfinga!

728px-eugene_delacroix_-_la_liberte_guidant_le_peuple_706847.jpgMér sýnist af viðtali Kastljóss við Geir H. Haarde að Sjálfstæðisflokkurinn sé að hugsa um að skuldsetja íslenska ríkið óskaplega til þess að endurfjármagna bankana til þess að geta selt þá síðan aftur til auðmanna og flokksgæðinga til þess að auðmennirnir geti síðan aftur farið í útrás (af því að hver getur bannað mönnum að græða) og komið bönkunum aftur á hausinn.  Auðvitað á samhliða að styrkja fjármálaeftirlitið og bæta regluverkið eitthvað en mun það duga til????

Á sama tíma á að halda áfram að skuldsetja Ísland enn meira með því að keyra áfram álversframkvæmdir og fjármagna þær gegnum bankakerfið.   Hrunadansinn heldur þannig áfram.

Kosningar koma ekki til greina.  Það er engin stefnubreyting í kortunum.  Það á bara að ræsa dráttarvélina á ný og keyra síðan út í næsta skurð.

Tilhugsunin um að flytja til Bandaríkjanna eða Svíþjóðar verður æ betri, enda hafa Bandaríkjamenn verið að spyrja mig hvort að ég vilji ekki bara koma til þeirra.  Þeir eru alltaf að leita að snillingum eins og mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband