22.10.2008 | 10:58
Íslenskt efnahagslíf eins og dauður þorskur í miðju Atlantshafinu?
Það eru ýmsar skrautlegar lýsingar á íslenska efnahagsundrinu og hruni þess í erlendum fjölmiðlum. Einn blaðamaður lýsir íslenska hagkerfinu eins og dauðum þorski sem fljóti í miðju Atlantshafinu. Annar talar um íslenska frjálshyggjumenn sem unga Tyrki (young Turks) sem hafi framið nýtt Tyrkjarán.
Sumar greinar erlendra blaða eru grafalvarlegar, en aðrar eru blandnar sívaxandi kaldhæðni. Sagt er að Haarde og Oddsson séu betlarar og að íslenska efnahagsundrið hafi endað með skelfingu.
Sumar greinarnar fjalla um að Íslendingar séu bara 320.000 og ákveðin vorkunsemi kemur fram hjá höfundum þegar þeir telja upp hvað íslensku bankarnir skulda mikið.
Og skuldir bankanna virðast vera út um allan heim. Ég bíð bara eftir því að heyra að Kaupþing hafi opnað mörgæsabanka á Suðurskautslandinu.
Athugasemdir
Já, og jafnvel útibú á tunglinu líka !! Loksins erum við í erlendu fjölmiðlunum og þá ekki af góðu :(
Svava S. Steinars, 22.10.2008 kl. 12:44
Fólk skrifar allskonar vitleysu af því að það veit ekkert um Ísland eða hvernig það á að nálgast málin. Þess vegna koma fram lítt hugsaðar líkingar á borð við þetta ung-Tyrkja rugl, þorskhræ og mörgæsabanka.
Svanur Gísli Þorkelsson, 22.10.2008 kl. 13:02
Sammála Svani!
Misvitrir blaðamenn eru einungis að skrifa það í blöðin sem fólk vill lesa.
Hvar sem er í heiminum er þórðargleði manninum svo í blóð borin að ótrúlegt má virðast og erum við engin undantekning!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.10.2008 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.