19.10.2008 | 14:02
Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn og erlenda sérfræðinga hingað strax, takk!
Ég er búin að fá mig fullsadda af dugleysi núverandi ríkisstjórnar og fyrrverandi ríkisstjórnar. Davíð Oddsson gerir illt verra í Seðlabankanum og Hannes Hólmsteinn situr ennþá í bankaráði.
Ég treysti ekki lengur þessum íslensku fjölskylduklíkum, hagsmunatengslum og spillingu stjórnmálamanna og vil fá erlenda sérfræðinga hingað strax.
Ég vil fá Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn inn strax með björgunaráætlun og ég vil erlenda sérfræðinga inn í stjórn Seðlabankans og burt með núverandi stjórn.
Þeir sem hafa stjórnað Íslandi hingað til hafa fengið sitt tækifæri. Þolinmæði mín er löngu á þrotum.
Einar Már Guðmundsson og Jón Baldvin Hannibalsson eru einu mennirnir sem hafa sagt eitthvað með viti í margar vikur. Hlustum á þá báða.
Athugasemdir
Þeir voru fínir og töluðu tæpitungulaust. Mér er þó Einar enn ofar í huga sem varaði við því að við (lesist almenningur) látum þagga niður í okkur. Forsetinn og biskupinn ganga þar undir með forystuöflum í stjórmálum og hvetja okkur til að vera stillt og góð og hjálpa til við að taka til eftir veislu sem við vorum bara sorry ekki í nema að litlu leyti. Auðvitað hefur þetta lengi verið hlutskipti þægu barnanna en nú er nóg komið. Ég hef áður sett fram á litla blogginu mínu sömu skoðun og Jón B um að erlenda aðila þurfi til að gera Svörtu skýrsluna (ekki hvítbókina). Ég hef heldur aldrei skilið þá fullyrðingu að lítil spilling væri á Íslandi og gaman var að heyra Jón Baldvin staðfesta það.
Erna Bjarnadóttir, 19.10.2008 kl. 15:48
Nú þarf heldur betur að taka til eftir þessa mislukkuðu einkavæðingu bankanna. Þetta verður okkur Íslendingum afardýrt spaug, allt á hvínandi kúpunni og Sjálfstæðisflokkurinn ásamt Davíð Oddssyni týndur á kafi í fjármálaskriðunni. Nú þurfum við að moka óhroðanum í burtu og ekki dugar minna en stórvirk vinnutæki!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 19.10.2008 kl. 16:54
Ég hlustaði á Einar Már. Hann sagði m.a. þetta:
„Einsog staðan er nú fær Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn líklega það hlutverk að tína feitustu bitana úr velferðarkerfinu, einkavæða orkulindir og heilbrigðiskerfi og fullkomna þannig ætlunarverk frjálshyggjunnar.“
Svona er „björgunaráætlun“ hans yfirleitt þar sem hann fær að ráða sem mestu.
Sverrir (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 20:35
Við skulum ekki gleyma ...
...að á baki flestum skoðunum liggja hagsmunir og pólitík af einhverri sort. Ég er mjög hissa á að heyra Jón Baldvin mæla svo með IMF. Ég las eitt sinn bók eftir mann að nafni Stiglitz sem er fyrrum hagfræðingur hjá World Bank. Bókin hét Globalization and its discontents og lýsir m.a. verkum IMF síðustu áratugi af mikilli innsýn og þekkingu. Ég hreinlega skelf á beinunum við tilhugsunina um að verða IMF háð.... eða kannski öllu heldur að bráð.
Hippastelpa, 19.10.2008 kl. 22:09
IMF er ekkert björgunartæki fyrir almenning heldur kapitalískt tæki til að einkavæða og mjólka þjóðarauðlindir. En kannski betri kostur en flokksgæðinga- og auðjöfrablóðmjólkun sl. ára.
Ef ekki kemur til fullkomið og heiðarlegt uppgjör við það sem gerst hefur sl. vikur eru stjórnmálamenn og sökudólgar að misskilja íslensku þjóðina.
Það er hægt að gleyma dugleysi flokka. Það er hægt að gleyma misvitrum ummælum. Jafnvel láta nokkur hundruð milljóna skrumauglýsingar fá þig til að gleyma dugleysi flokksins.
En þjóðin gleymir ekki þeirri alþjóða auðmýkingu sem hún stendur frammi fyrir né fjármagnshlekkjum sem á hana hafa verið settir.
Gálginn, gapastokkurinn og fallöxin bíða þeirra. Í einni eða annarri mynd.
Reiðin sem nú kraumar í þjóðinni á eftir að sjatna. En ekki fyrr en uppgjör við banka- og útrásarmafíuna og ábyrgð stjórnmálamanna og opinberra stofnanna hefur átt sér stað.
Það uppgjör getur ekki orðið annað en blóðugt.
Ævar Rafn Kjartansson, 19.10.2008 kl. 22:18
Við verðum þrælar IMF vegna skilmála þeirra og náum aldrei að borga skuldina upp. Þeir sem eru á bakvið IMF eiga eftir blóðmjólka auðlindir Íslands á kostnað Íslendinga. Skoðið hvernig hefur komið til hjá Ekvador eftir að IMF kom þeim til hjálpar. IMF er ekki svarið.
Ingi Þór (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 09:27
Hvar í fjandanum er sómatilfinning þessara manna? Hafi þeir einhverntíma haft hana þá. Hvar er skynsemin? Sjáiði siðblinduna? EF þeir hefðu sómatilfinningu myndu þeir hundskast til að seigja af sér og koma sér sem lengst á brott frá öllu sem heitir stjórnun. Og láta sem minnst fyrir sér fara. Ferillinn þeirra er ekki til að hrópa húrra fyrir. Hann er þeim til ævarandi skammar. Var að lesa bloggið hennar Láru Hönnu og þar kemur fram að við Íslendingar látum allt yfir ökkur ganga, sem er hárrétt.
Simbi Sæfari (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 10:34
ég þekki einungis til starfa IMF í Afrískum ríkjum og þar má allavega sjá að ekki hefur tekist að hækka lifistandard almennings alls nema síður væri. Aðgerðir IMF eru þekktar af því að leiða til aukinnar mismununar. Ég hef líka lesið bók Stiglitz um hnattvæðingu og annmarka hennar. Ég hef tilfinningu fyrir að fulltrúar okkar sem semja við IMF þurfi að hafa vænan skammt af gagnrýnni hugsun og greiningarhæfni þegar kemur að skilyrðum sjóðsins fyrir björgunaraðgerðum. Ætli orð Ragnars Önundarsonar verði sönn, að betra hefði verið fyrir Íslenska þjóð að setjast upp í bát og sækja í soðið og sætta sig við orðin hlut en að taka afarskilmálum alþjóða gjaldeyrissjóðsins.
Anna Karlsdóttir, 20.10.2008 kl. 14:59
Ég held það hljóti að vera til skárri leið út úr efnahagsógöngunum en að leita til alþjóðlegra glæpastofnana eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Jóhann Páll Jóhannsson, 20.10.2008 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.