Eru ekki margir núverandi stjórnmálamenn sekir?

corr.jpgBöndin beinast ekki einungis að íslenskum bankastjórum þegar spurningin um sekt og sakleysi vaknar heldur vaknar spurningin um hagsmunatengsl margra núverandi íslenskra stjórnmálamanna við bankana. Spurningin vaknar hvort að alþjóðleg bankalög hafi ekki verið brotin.

Það er ekki langt síðan að okkur var sagt að það skipti ekki máli þótt bankarnir skulduðu í útlöndum af því að íslenska ríkið stæði svo vel og væri skuldlaust.  Það gleymdist bara að segja okkur að íslenska ríkið væri ábyrgt fyrir a.m.k. stórum hluta af skuldbindingum bankanna erlendis.

Mér finnst nákvæmlega ekkert sniðugt að sömu stjórnmálamenn og tóku þátt í útrásinni, - sömu stjórnmálamenn og fóru í boð til bankanna og tóku þátt í gleðskapnum séu núna þeir sem eiga að bjarga þjóðarskútunni.  

Hvorki fyrri ríkissstjórn Sjálfsstæðisflokks og Framsóknarflokks, né núverandi ríkisstjórn hefur mitt traust né heldur munu þeir heldur fá mitt atkvæði.

Þeir einu sem ekki hafa fengið að vera með í partýinu og sem ennþá standa fyrir utan brennandi bygginguna eru VINSTRI GRÆNIR!

Er ekki loksins kominn tími til að fara að hlusta betur á það sem vinstri grænir eru að segja (og hafa verið að segja allan tímann)? 

Núverandi ráðamenn virðast nefnilega vera tengdir hagsmunatengslum við þá aðila sem hafa grætt sem mest á útrásinni og almenningi.  

Er ekki kominn tími til þess að almenningur fari að standa vörð um eigin bankainnistæður og kjósa VG?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

Jú það er kominn tími til, Ástþór í friði 2000 er með góða tillögu í fréttablaðinu í dag.

Ég er orðin hundleið eins og flestir á klíkuskapnum hér, það er kominn tími til að við stöndum saman og krefjumst þess að allir sitji við sama borð, kallinn sem verslaði 6.000.000.000 í GLITNI á síðustu dögum frjálshyggjunnar á ekki að fá silkihúfu meðferð. Að mínu mati eru litla Gunna og litli Jón framar í röðinni ef eitthvað er.

Kveðja 

Fríða Eyland, 19.10.2008 kl. 10:24

2 Smámynd: Þórhallur

Þessir glæpamenn, (að mínu mati) eiga að bera ábyrgð strax, ekki seinna. Og þá er ég að tala um sjálfstæðis og framsóknarflokk. Það á hreinlega að útiloka  þessa menn frá þáttöku í stjórnmálum framar.

Þórhallur, 19.10.2008 kl. 10:39

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Þórhallur gleymdu ekki samfylkingunni og visntri grænum en þeir nenntu ekki einu sinni að koma í veg fyrir einkavæðingu Símanns.

Einar Þór Strand, 19.10.2008 kl. 11:25

4 Smámynd: Þórhallur

Ég er fyllilega sammála um að allir þingmenn eiga hlut að máli. Þú sérð VG núna þetta er afskaplega letilegt hjá þeim. Hins vegar er erfiðara að draga þá til ábyrgðar þar sem þeir stóðu ekki beinlínis að þessu

Þórhallur, 19.10.2008 kl. 11:39

5 identicon

Einar Þór, þetta var nú langt út í loftið með að VG hafi engu nennt við einkavæðingu Símans. Þeir reyndi t.d. allt hvað aftók að bjarga grunnetinu frá þessu en enginn má við margnum eins og þar segir....

Gáfnaljósið (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband