Hundrað þúsund kallinn minn í Bretlandi!

translation.jpgÉg vinn talsvert fyrir stór erlend þýðingarfyrirtæki bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum.  Í síðasta mánuði vann ég verkefni fyrir fyrirtæki í Bretlandi og átti að fá fyrir um hundrað þúsund kall íslenskar greiddar í pundum. 

Ég hlakkaði mikið til þess að fá pundin mín.  En núna er ég í sömu stöðu og íslenskir útgerðarmenn.  Ég kem ekki peningunum til Íslands.   Að vísu er þetta bara einn hundrað þúsund kall íslenskar en samt.  Það er ótrúlegt, að ekki skuli vera hægt að koma gjaldeyri inn í landið.

Þessvegna hugsa ég Gordon Brown þegjandi þörfina þessa dagana.  Ef hann hefði ekki beitt þessum ólukkans hryðjuverkalögum, þá væru málin ekki komin í þennan fáránlega farveg.  Sem betur fer er ég líka með íslensk verkefni og fæ því eitthvað útborgað um næstu mánaðarmót.

En hversu lengi mun þetta ástand vara?  Ég bjarga mér örugglega en hvernig verður með stærri fyrirtæki sem eiga hundruðir milljóna króna erlendis?  Þetta er svo súrrealístískt að þetta hefði hentað í ágætis vísindaskáldsögu sem ég hefði kannski lesið, en Guð veit að ég hefði aldrei trúað að þetta gæti gerst.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég veit um útgerðarfyrirtæki sem á hundruðir milljóna fastar í breskum bönkum. Þeir eiga erfitt með að greiða laun næstu mánaðarmót. Ef íslenska ríkisstjórnin lætur ekki verða af því að kæra Gordon Brown má vel vera að íslensk fyrirtæki gera það. Varðandi það sem Steingrímur sagði er það eins og kemur fram í Glitnismyndbandi no. 2. Af hverju ef þessir menn eiga svona mikla peninga lögðu þeir þá ekki í að bjarga bönkunum?

Ævar Rafn Kjartansson, 18.10.2008 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband