Fagurkerinn Oscar Wilde

imagesoscar-wilde-2-small.jpgÉg er að lesa ævisögu Oscars Wilde, sem þrátt fyrir að vera ekki gallalaus, er samt bæði heillandi og stórbrotin.  Wilde skrifaði meðal annars The importance of being Earnest og The Picture of Dorian Gray, sem lengi hafa verið meðal minna uppáhaldsverka.

Það sem ég vissi ekki áður, var að faðir Oscars Wilde, - William Wilde, var mjög merkur læknir í Dyflinni og var meðal annars  mjög virtur sem skurðlæknir. Óskar sonar hans sýndi snemma snilligáfu og hafði lítið fyrir því að ná sér í námsstyrk til þess að komast inn í Oxford. Í háskóla hafði hann einnig lítið fyrir því að ná afburða árangri.

Ég verð að segja það að sögur Wilde eins og um Svöluna og prinsinn og risann og börnin í garðinum eru bæði óendanlega fagrar og klassískar.  Mig minnir að Stefán Jónsson hafi þýtt einhverjar þeirra yfir á íslensku og las ég þær sem barn.  

Það er einmitt mikilvægt á tímum eins og við lifum nú, að halda áfram að lesa og njóta bókmennta, góðrar tónlistar og að njóta þess sem gefur lífinu óendanlegt gildi.  Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég leyfi mér að taka undir við þig um Oscar Wilde. Stórkostlegur snillingur. Gættu þess að lesa De profundis, sem hann skrifaði eftir harða dómana sem hann fékk. Bókin er til á íslensku og heitir Úr djúpunum, þýdd af Yngva Jóhannessyni.

Og það er rétt hjá þér, það er mikilvægt að lesa. Lesa og lesa.

oliagustar (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 05:38

2 identicon

Sonarsonur Wilde, Merlin Holland, tók saman öll verk afa síns og gaf út í bókinni Complete Works of Oscar Wilde. Hann tók líka saman öll bréfin hans og gaf þau út í bók sem kallast The Complete Letters of Oscar Wilde. Viljirðu kynna þér réttarhöldin sem felldu einn mesta snilling enskra bókmennta nældu þér þá í bókina The Real Trial of Oscar Wilde, sem áðurnefndur sonarsonur hans tók saman. En fallegasta bók sem ég hef lesið er bókin Son of Oscar Wilde sem Vyvyan Holland, yngri sonur Wilde gaf út, þá orðinn gamall maður. Vertu þér endilega úti um bók Vyvyan og njóttu þess að lesa fallega og einlæga ævisögu gamals manns sem barnungur gekk í gegnum hræðilega sorg þegar faðir hans var úthrópaður og sem átti eftir að setja svip á allt hans líf: En eftir stendur sterkur og vel gerður gamall maður.

Svona í lokin, Dorian Gray var raunverulegur og saga hans var gefin út í bókinni The Man who was Dorian Gray.

Helga (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 09:59

3 Smámynd: halkatla

Hvað er í gangi? Oscar, Vyvyen og Merlin, þessi nöfn eru öll á topp 5 karlmannsnafnalistanum mínum! Annars er Oscar Wilde frábær, Wilde er líka æðislegasta ættarnafn heims...

halkatla, 16.10.2008 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband