Fegurðin og hin raunverulegu gildi

713px-der_arme_poet_ausschnitt_1_696338.jpgRíkisstjórnir undanfarinna ára svo og stjórnendur bankanna hafa óumdeilanlega komið íslenska bankakerfinu í mikil vandræði.  Þetta hafa þeir gert með einkavæðingu, með því að ástunda kenningar nýfrjálshyggju Miltons Friedmans, og með því að fyllast græðgi, spillingu og trú á Mammon.

En endastöð græðginnar er köld og vot gröf.  Það eru fáir menn eins kaldir og umkomulausir eins og þeir sem eru nirflar inn að beini.  Þess vegna þurfum við íslendingar að fara að hugsa á öðrum nótum.  Í stað þess að reyna að græða á hvort öðru, þurfum við að fara að gefa hvort öðru.  Við þurfum að leita inn á við, fara að rækta fjársjóðinn innra með okkur sjálfum, í stað þess að leita að fjársjóðum annarsstaðar þar sem ekkert er að finna nema tómar blekkingar.

En fólk fær þá stjórnendur sem það kýs og við verðum að viðurkenna það að við létum þetta allt ganga yfir okkur.  Við almenningur vorum kannski oft reið og hneyksluð en við héldum samt mörg áfram að kjósa Sjálfstæðisflokkinn af gömlum vana (nema ég sjálf sem kaus náttúrulega VG sem ekki eiga hér hlut að máli), við kusum sömu bankastjóranna, við létum þetta allt viðgangast.  Allt of margir tóku einnig þátt í leiknum og reyndu að verða ríkir í gullæðinu sem hér hefur ríkt á undanförnum árum.  Það þótti flott að eiga Hummer jeppa en núna er ég að vona að það þyki flott að eiga sparneytinn og þægilegan smábíl.

Þannig að nú þurfum við að hreinsa til í ræningjabælinu og loka þeim kafla sögu okkar.  Peningar geta aldrei verið markmið í sjálfu sér, þeir eru einungis leið að öðrum og göfugri markmiðum sem felast í því að við erum öll ein stór fjölskylda hér á jörð, við eigum að standa saman og styðja hvort annað.  Hinn raunverulegi fjársjóður viskunnar liggur innra með hverjum einasta manni.  Sá sem tekur sér næðisstund og biður um að fá að kynnast þeim fjársjóði, hann mun uppgötva hann.  Auk þess eigum við ómetanleg verðmæti í bókmenntum okkar, trúarbrögðum, menningu og listum.

Ég mæli með því að fólk kveiki á kertum, lesi ljóð eða smásögur, njóti fagurrar myndlistar, fari í kirkju og muni að veröldin er þrátt fyrir allt óendanlega fögur.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt.

Aðalbjörg Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 12:05

2 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Nú þarf hvert og eitt okkar að finna hina innri kirkju - þar eru svörin :)

Ásgeir Kristinn Lárusson, 12.10.2008 kl. 12:28

3 Smámynd: halkatla

Bara endalaust sammála sko

halkatla, 13.10.2008 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband