Spörum og tökum upp umhverfisvænan lífsstíl

Það má spara miklar fjárhæðir með því að taka upp umhverfisvænni lífsstíl, ganga og hjóla meira, nota taupoka í staðinn fyrir plastpoka, baka brauð, og versla magninnkaup einu sinni í viku í stað þess að kaupa smotterí á hverjum degi.

Endurnýting er rétta orðið, - engu skal hent nema rík ástæða sé til.  Og það sem þarf að henda skal setja í jarðgerð eða endurvinnslu.  Gefa skal gömul föt og gamlar bækur til annarra í stað þess að henda.

Gera skal við allt sem hægt er að gera við. Skóna, kápuna, hjólið.  Engin ástæða til að kaupa nýja skó ef það er hægt að laga þá gömlu.

Ég held samt að við séum að sigla núna hraðbyri inn í bjartari tíma.  En er samt sem áður ekki kominn tími til að spara og lifa umhverfisvænt um leið? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Mikið er ég sammála þér kæra Ingibjörg!

Anna Karlsdóttir, 8.10.2008 kl. 21:57

2 Smámynd: Heimir Tómasson

Minnir mig á þegar ég var að alast upp, svona var nokkurnveginn boðorðið á mínu heimili...

Heimir Tómasson, 9.10.2008 kl. 03:30

3 Smámynd: Morten Lange

Sæl Ingibjörg.  

Þetta er tímabær ábending hjá þér.  :-)

Og góðu fréttirnar eru þær að það séu til leiðir til að læra þessu og styðja hvert annað í að tileinka sér einföld ráð í þessum efnum. 

Upplýsingar og skráningarfórm fyrir Vistvernd í verki má finna á heimasíðu Landverndar :

http://www.landvernd.is/vistvernd/ 

Um síðustu helgi hélt Vistvernd í verki  / Global Action Plan  námskeið með sérfræðingum í aðferðinni sem þetta byggir á. Þrir einstaklingar sem hafa áratuga reynslu af því að þróa  aðferðir í þessum efnum sögðu frá útrúlegum árangri sem nást í Visthópum, eða "EcoTeams".  Vísindamenn hafa ekki séð eins sterka viðhorfsbreytingu og jákvæða breytingu í hegðun í nein staðar annarsstaðar.  Vísindamennirnir  voru að skoða tölfræði um hegðun þáttakenda í visthópi og skoðuðuð til dæmis  endurvinnslu, aðgerðir til að spara orku, nýta umhverfisvænni og heilbrigðari samgöngumáta og fleira.  Breytingar í venjur komu nokkuð hratt á meðan  fólkið voru í visthópunum, en það athyglisverða var að breytingin hélst yfir fleiri ár. Menn voru ekki að detta aftur í gamla  farið.  Og enn athyglsiverðara var að það bætti sér gjarnan enn frekar efir nokkur ár.

Annað sem var athyglisvert að sögn vísindamannana var hversu oft þáttakendur nefndu að það hefði verið gaman og gefandi að taka þátt í visthópi. Enda byggir aðferðarfræðin ekki á að upplýsa og nota boð og bönn heldur "empowerment" sem mætti kannski þýða sem sjálfsstyrking.  Menn fá tilboð um ymsar leiðir og velja það sem hentar þeim.  Þetta virkar vist betur en að höfða bara til samviskuna og þröng rök. 

Morten Lange, 9.10.2008 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband