6.10.2008 | 11:03
Bretar eiga eftir að sigla á húmornum í gegnum ólgu efnahagslífsins
Það sem einkennir breska menningu öðru fremur er frábært skopskyn og kímnigáfa. Bretar eru ekki hræddir við að ræða hlutina, þeir ræða þá með því að beita sínum háþróaða og hárbeitta húmor.
Þannig er öll samfélagsumræða í Bretlandi opin, skemmtileg og kaldhæðin, enda er breska sjónvarpið BBC áberandi besta sjónvarpsstöð í heimi. Bretar þjást ekki af meðvirkni, þeir eru ekki að reyna að fela beinagrindina í fjölskylduskápnum, heldur gera þeir óspart grín að henni og dressa hana upp og fara með hana í gönguferð niður í Piccadilly Circus.
Ég hef fulla trú á því að kímnigáfa Breta muni bjarga þeim í gegnum núverandi efnahagskrísu. Bretar gætu meira að segja stofnað sérstakan breskan kímnigáfusjóð og selt kímnigáfuhlutabréf sem yrðu örugglega fljótlega jafn mikils virði eða meira virði en hlutabréf í mörgum "raunverulegum" bönkum.
Við Íslendingar eigum góða kímnigáfu í Spaugstofunni, sem jafnast á við það besta sem gerist í gríni og kímnigáfu á alþjóðavettvangi.
Eigum við ekki bara að stofna Spaugstofubankann sem getur síðan haft sína Gleðibankadeild. Ekki veitir af að hressa upp á liðið.
Athugasemdir
BBC er frábært engin sýndarmennska á þeim bæ, breskur almenningur er samt gríðarlega áhyggjufullur núna í kreppunni, og er að sama skapi ekki svo ánægð með ESB aðildina,
Guðrún Sæmundsdóttir, 6.10.2008 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.