Bankarnir mega ekki sleppa svona auðveldlega frá málinu!

haardeBankamenn virðast vera eitthvað tregir að selja eignir sínar í útlöndum, en því áfjáðari í að komast yfir eignir lífeyrissjóðanna.  Það er kominn frekjusvipur á  Björgólf Thor og Jón Ásgeir er farinn í fýlu.  Davíð Oddsson  þegir.  Nú reynir á Geir Hilmar Haarde.  Nú verður Geir að vera ákveðinn og ekki láta auðmennina spila með sig né reka sig út í horn. 

Bankarnir skulu svo sannarlega fá að selja eignir sínar í útlöndum.  Þeir skulu þurfa að draga saman og taka afleiðingunum af því sem þeir hafa verið að gera.  Ekki hagstæður tími til að selja - sorrý - veislan er búin og við almennir borgarar sem stjórnmálamenn kalla með fyrirlitningu þjóðina, við ætlum sko ekki að borga áralanga sóun bankanna.  Frekar gerum við byltingu!

Sá eini sem sagði eitthvað af viti í dag, var Þorvaldur Gylfason, sem lýsti því yfir að best væri að reka alla stjórn Seðlabankans undireins.  Vissuð þið annars að Hannes Hólmsteinn er einn af aðalráðgjöfum Seðlabankans í efnahagsmálum? Þegar ég heyrði það, sagði ég:  "AHA, - einmitt já, þannig".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Sammála hverju orði!

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.10.2008 kl. 18:37

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Ekki hagstæður tími til að selja." Þetta er ég nefnilega hræddur um að verði nokkuð almennt viðhorf hjá þessum glæframönnum. Þeir hafa fram að þessu getað hirt gróðann en ég spái að þeim verði drumbs með að taka ábyrgð á tapinu.  

Árni Gunnarsson, 5.10.2008 kl. 19:23

3 identicon

Tja,

Bankarnir eru skuldugir upp fyrir haus og það kemur enn einn gjalddaginn eftir þann næsta. Af einhverjum eignum þurfa þeir að hafa tekjur.

Hinsvegar segi ég það með þér að mér líst ekkert vel á að flytja 200 milljarða af eignum sjóðanna inn í íslenskt efnahagslíf. Þeirra hlutverk er að ávaxta féð og það gera þeir best með því að koma fé sínu fyrir í öruggri höfn svo þeir komist á útsöluna sem verður eftir að óvissunni linnir.

Þar að auki þá stórefast ég um að 200 milljarða gjaldeyriskaup geti breytt miklu um stöðu banka á stærð við Kaupþing.

Ég geri ráð fyrir að mikið af skuldum bankanna séu gegn veði í íslenskum lánum, sem er slæmt, en þykist þó nokkuð viss um að það sé líf án Kaupþings...

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 04:07

4 identicon

Vá hvað það pirrar mig þegar fólk eins og þú galar yfir allt netið hluti sem þú hefur augljóslega ekki hundsvit á...

Hvernig í ósköpunum færðu það út að bankarnir séu að reyna að komast yfir eignir lífeyrissjóðanna???

Fáfróðir ættu að tala minna!

Ásgeir (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 08:44

5 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Hver segir að ég hafi ekki mínar heimildir?

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 6.10.2008 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband