29.9.2008 | 09:51
Var einkavæðing bankanna mistök?
Davíð Oddsson seðlabankastjóri stendur við orð sín, um að tryggja sparifé landsmanna og bjargar Glitni. Það verð ég að segja honum til mikils hróss.
Hins vegar hljóta að vakna ýmsar áleitnar spurningar við þennan gjörning. Hvaðan koma peningarnir sem eiga að bjarga Glitni? Koma þeir ekki úr vösum venjulegs fólks hvort eð er? (Tapast þá ekki spariféð óbeint?) Og af hverju í andsk. voru menn að einkavæða bankana í bráðræði, þegar bankarnir geta ekki staðið á eigin fótum og þegar bönkunum er einfaldlega stjórnað af spilafíklum sem ættu að fara í meðferð.
Í mínum huga eru bankastjórar sem tekið hafa sér hundruðir milljóna í laun og kaupréttarsamninga ekkert annað en ótíndir glæpamenn og ég verð að taka á öllum mínum kristilega kærleika eigi ég nokkru sinni eftir að geta fyrirgefið þeim (sem ég er reyndar ekki viss um að ég geti). Sumt er einfaldlega ofvaxið mannlegum mætti. Og sumt getur einungis Guð fyrirgefið, - einkum þegar tollheimtumenn og ræningjabæli eru annars vegar.
Og maður hlýtur einnig að spyrja: Eiga fleiri íslenskir bankar eftir að fara sömu leið - og hefur ríkið þá efni á því að bjarga þeim????
Athugasemdir
Þú talar um snild Davíðs eins og hann borgi þetta allt sjálfur, en þessu er velt yfir á okkur skattborgarana, það er nú öll snilldin. Betra hefði verið að leyfa bankanum að rúlla og hirða hræið á núlli, reka síðan alla yfirstjórnendur sem er hrokafullt sjálftökulið sem skammtar sér laun upp á 20-30 milljónir á mánuði að ég tali nú ekki um sérsamningana við Bjarna Ármanns og Lárus Welding, þar erum við að tala um milljarða. Davíð er að reyna að bjarga eigin skinni vegna gífurlegra ásakana á hann að undanförnu t.d. klúðrið í usa.
Skarfurinn, 29.9.2008 kl. 12:59
Nokkuð til í því sem skarfurinn segir.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2008 kl. 13:59
Og algerlega óraunhæft og furðulegt að halda sömu stjórnendum áfram eftir allt sem á undan er gengið og alls eikki til að auka traust almennings.....hver eru launakjör þeirra núna??? Það finnst mér að eigi að upplýsa okkur um ekki seinna en strax!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.9.2008 kl. 08:57
Geir Hilmar hefur nú svarað spurningum þínum; já og nei.
Jón (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.