28.9.2008 | 17:20
Af hverju íhaldsmenn eru alltaf að fjárfesta í orku!
Íhaldsmenn kallast sá flokkur manna sem er fylgjandi og styður hið kapítalístíska hagkerfi. Ég geng jafnvel svo langt að kalla íhaldsmenn pólitíska varðhunda kerfisins þ.e. þeir eru tilbúnir til að verja það með öllum tiltækum og ótiltækum ráðum. Þeir horfa oft framhjá hrapalegum göllum kerfisins og segja að þeir séu smámunir einir miðað við arðsemina sem fáist út úr kerfinu. Ef arðseminni væri bara aðeins betur dreift...
Sú kreppa sem gengur núna yfir heimsbyggðina er hins vegar kreppa kapítalsins og kreppa nýfrjálshyggjunnar sem hélt því fram að náttúrulögmál stjórnuðu markaðskerfi heimsins (Chicago skólinn - Milton Friedman).
New Scientist er mjög harðort í garð nýfrjálshyggjunnar í nýlegri grein sinni og liggur við að þeir kalli Milton Friedman fífl. En það versta er að í nafni kenninga þessa manns voru Pólland og Rússland markaðsvædd og öllum heiminum umbreytt til hins verra. Lýðræði á í vök að verðast og æ meiri einræðistilburðir koma í ljós hjá valdhöfum jafnvel rótgróinna lýðræðisríkja. þetta ástand á sennilega bara eftir að versna.
Markaðurinn er óstöðugur, hann er mesta ólíkindatól, en eitt er það sem er öruggt að fjárfesta í telja menn - og það er orka. Orkunotkun heimsins hefur aukist tífallt, á meðan að fólksfjöldi hefur einungis fjórfaldast á öldinni sem leið. Orkuþörf mannkyns virðist vera óseðjandi hít. Það er því mikil freisting fyrir kapítalið, og þá íhaldsmenn sem eiga peninga að fjárfesta í orku. Einkum þegar svo margt annað í veröldinni virðist hverfult og undirorpið einhverjum ólukkans sósíalisma.
Þess vegna er það sem íhaldsmenn vilja byggja virkjanir. Þeir telja að þeir séu að koma peningunum sínum í öruggt skjól þegar þeir treysta ekki lengur því markaðshagkerfi sem þeir sjálfir hafa skapað og viðhaldið.
En einu gleyma íhaldsmenn. Íhaldsmenn eru miklir hagfræðingar og trúa ekki á kraft náttúrunnar nema hann sé beislaður af mannkyninu. Þeir trúa t.d. almennt ekki á loftslagsbreytingar. En loftslagsbreytingarnar eru samt sem áður þegar byrjaðar að breyta heiminum og þegar þær hafa náð sínum fulla þunga mun ekki heldur þýða fyrir kapítalið að fjárfesta í orkugjöfum, nema þá þeim orkugjöfum einum sem örugglega leiða ekki til loftslagsbreytinga í neinum skilningi. Þegar loftslagsbreytingar skella yfir heiminn, mun fjúka í flest skjól í bókstaflegum skilningi þar sem hætta er á því að fellibyljir og náttúruhamfarir muni ógna þeim stöðugleika sem hefur verið aðalsmerki hagkerfisins til þessa (sbr. Stern skýrsluna svokölluðu).
Þannig að sennilega er ekkert betra hægt að gera við peningana en að geyma þá undir koddanum og eyða þeim smám saman, eða hvað?
Athugasemdir
Sú orka sem geymd er til ráðstöfunar komandi kynlóðum er glötuð verðmæti í hugum frjálshyggjumanna. Svona ámóta og spaugið um að greidd skuld sé glatað fé!
Árni Gunnarsson, 28.9.2008 kl. 22:16
Hef einmitt verið að lesa frekar áhrifamikla bók hennar Naomi Klein "The Shock doctrin" - hún er athyglisverð!
Anna Karlsdóttir, 28.9.2008 kl. 23:30
Kæri Guðjón,
Gömlu Sovétríkin koma málinu nákvæmlega ekkert við.
Kapítalisminn hefur alltaf verið gallaður og hann heldur áfram að vera meingallaður sbr. Alexander Solsjenitsyn - fyrirlestur í Harvard.
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 29.9.2008 kl. 08:13
Gallinn við að setja peningana undir kodda er að kapitalismi þrífst ekki nema efnahagurinn tútni út. Þap kallar á veðbólgu og seðlarnir skreppa saman. Ætli kerfið geti nokkuð virkað?
Villi Asgeirsson, 29.9.2008 kl. 13:08
Að nýta náttúruauðæfi þjóðarinnar á skinsaman hátt er alveg sjálfsagt og á ekki aðvera umdeild. Við höfum stórkostleg náttúru auðæfi í fallandi vatni,gufu neðanjarðar og hana eigum við að nýta alveg skilyrðislaust. Við nýtum okkar fiskauðæfi í hafinu og brátt nýtum við olíu sem borað verður eftir af sjáfarbotni. Enn ekki hvað !!
Snorri Hansson, 29.9.2008 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.