Árborg stækkar en ríkið er stikkfrí!

Sveitarfélagið Árborg er ört stækkandi sveitarfélag, og eru íbúar nú að nálgast 8000.  Þessari öru fjölgun íbúa fylgir ýmis kostnaður, svo sem eins og nauðsyn þess að byggja nýja skóla og þar fram eftir götunum. 

Á sama tíma er ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar ekkert á þeim buxunum að fara að auka framlag ríkisins til sveitarfélaganna.  Árborg fær ekki meira peninga frá ríkinu nú en fyrir nokkrum árum, jafnvel þótt  að íbúafjöldi hafi vaxið mikið.

Þannig vaknar spurningin.  Er ríkið alltaf stikkfrí?  Getur ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins afneitað þeirri fjölgun íbúa sem er í Árborg og er ekki löngu kominn tími til að ríkið endurskoði reglur sínar um stuðning við sveitarfélögin almennt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tja er þetta ekki ríkisstjórn samfylkingar og sjálfstæðisflokks. Er einhver að vinna í henni, sorry í henni er fjármálaráðherra sem höfff.... sagði opinberlega að sér hefði ekki verið boðið starf forstjóra landsvirkjunar, utanríkisráðherra sem segir að hér sé ekki kreppa, dómsmálaráðherra sem er að rústa almennri löggæslu, viðskiptaráðherra sem ráðleggur fólki að taka slátur já já..... og bíddu jú forsætisráðherra hefur hann gert eitthvað.............

Gáfnaljósið (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 19:57

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Af hverju ætti ríkið að borga meira þegar tekjustofn sveitarfélags breikkar og eflist?

Hins vegar þarf að fara yfir tekjustofna sveitarfélaganna í breiðara samhengi ásamt verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.

Þar er eitt af stóru málunum að það verður að skilgreina hlutverk sveitarfélaganna í æskulýðsstarfi.

Gestur Guðjónsson, 26.9.2008 kl. 20:16

3 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæl Ingibjörg.

Væri ekki enn meiri vandi hjá Árborg ef það væri fækkun?

Hingað til hafa sveitarfélög kvartað þegar fólksfækkun á sér stað, en fagnað fjölgun. Það á að vera hagkvæmni í fjölmennari sveitarfélögum enda er óhagkvæmni í minnkandi einingum þar sem minni nýting er í innviðum - eins og skólabyggingum. Sú stjórnsýslueining sem verður óhagkvæmari með fjölgun þarf skoðunar við.

Fjölgun íbúa er tækifæri en ekki ógn.

Í raun er Árborg í öfundsverðri stöðu hvað varðar fjölgun eins og Gestur bendir á breikkar og eflist tekjustofninn með fleiri íbúum.

Eyþór Laxdal Arnalds, 27.9.2008 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband