Framtíðarauðlindir Rússlands o.fl.

artic_iceRússland á eitt sem Bandaríkjamenn eiga sífellt minna af.  Rússar eiga gífurlegar auðlindir.  þá á ég við náttúruauðlindir, olíu, gas, málma o.fl. sem að miklu leyti er ennþá fólgið í sífreranum í Síberíu. 

En nú er sífrerinn að bráðna, norðurskautsflutningaleiðin að opnast og það er ekki spurning að Rússar ætla sér stóra hluti í framtíðinni.  Af hverju eru rússneskar flugvélar að fljúga inn á íslenskt yfirráðasvæði?  Jú, vegna þess að Rússar eru að sýna Bandaríkjamönnum (ekki okkur) að þeir vilji gjarnan ráða yfir svæðinu fyrir norðan Ísland.  

Það ríkir keppni um norðurskautið í dag, og reyndar er kapphlaup um allar auðlindir norðurslóða.  Sumir athafnamenn sjá í þessu kapphlaupi tækifæri, aðrir eins og ég sjá í þessu ákveðna hættu fyrir frumbyggja norðurslóða og íslendinga sem eru hálfgerðir frumbyggjar á þessu fallega landi.  

Hvergi á jörðinni hefur hlýnað jafn hratt og við norðurskautið á undanförnum 100 árum.  Og það er  vissulega áhyggjuefni hvað mun gerast með lífríki norðurskautsins þegar ísröndin hverfur og framboð á krabbadýrum og svifþörungum fer að minnka vegna hlýrri sjávar, og vegna þess að ísinn er ekki til staðar sem búsvæði fyrir þörungana.  

Fiskistofnar munu elta rauðátuna og færa sig þangað sem hún fer.  Munu fiskistofnarnir kannski færa sig út úr íslenskri lögsögu?  Spyr sá sem ekki veit, því staðreyndin er sú að ég veit ekki nákvæmlega hvað er að gerast í hafinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir fróðleikinn Ingibjörg.

Ole Humlum prófessor við Oslóarháskóla er með áhugaverða vefsíðu. Áhugasvið hans er m.a heimskautasvæðin. Á vefsíðu hans www.climate4you.com er mikill fróðleikur. Vinstra megin á síðunni eru tenglar í aðra kafla síðunnar. Þar er m.a einn sem nefnist [Polar Temperature]. Efst á þeirri síðu er ferill sem sýnir hitastig frá árinu 1900 til 2008 fyrir 70-90 gráður norður, þ.e. á heimskautasvæðunum.

Þar stendur m.a undir hitaferlinum: "Since around 1990 surface air temperatures have again increased, although modern temperatures still are slightly below the level characterising the period shortly before 1940".

Á þessari vefsíðu Ole Humlum er margt forvitnilegt.

Ágúst H Bjarnason, 24.9.2008 kl. 13:18

2 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Takk sömuleiðis Ágúst,

 Mér lýst vel á Humlum.  Hann hefur a.m.k. hugrekki til þess að halda fram sínum kenningum og niðurstöðum, og slíkt hugrekki er mikilvægt innan vísindanna, hvaða niðurstöður svosem menn telja sig hafa fram að færa.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 24.9.2008 kl. 13:45

3 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Það er skrýtið hve lítið er talað um mikilvægi hafsvæðisins norðan Íslands á komandi árum í fjölmiðlu. Hér liggja bæði gríðarleg tækifæri sem t.d. Norðmenn ætla sér að nýta og reyndar er talað um umskipunarhafnir á Akureyri og Reyðarfirði. En það er líka mikilvægt að halda vel á þessum hagsmunum. Ég man bara ekki eftir að stjórnmálamenn séu að fjalla um það kveðjur í bæinn.

Erna Bjarnadóttir, 25.9.2008 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband