Íslenska leyniþjónustan

james_bond__pierce_Þegar ég var yngri og var að læra rússnesku við Uppsalaháskóla, auk þess sem ég hlustaði á Lars Erik Blomquist flytja erindi um framtíðarauðlindir Rússlands við austurevrópsku stofnunina í Uppsölum, var ég vön að grínast við vinkonu mína sem er í dag stærðfræðingur í USA að báðar gætum við unnið fyrir íslensku leyniþjónustuna í framtíðinni.

Auðvitað var ég bara að grínast, - ég sá sjálfa mig sem sérfræðing í austur evrópskum fræðum og hana sem stærðfræðing að ráða flókna dulmálskóða.  En kannski var smá sannleikskjarni í þessu öllu saman.

Staðreyndin er sú að menntun mín er þess eðlis að það fer ekki hjá því að maður horfi dálítið öðrum augum á veröldina en allur þorri almennings.   Ég hef t.d. komið inn í kjarnorkuverið í Oskarshamn í Svíþjóð og farið 500 metra ofan í jörðina til þess að skoða framtíðargeymslur undir kjarnorkuúrgang. Fyrir mér er kjarnorkuúrgangur áþreifanlegur raunveruleiki.

Einnig hef ég lært um nánast alla þá tegund mengunar sem hægt er að hugsa sér.  Hvort sem um er að ræða kjarnorku eða koltvíoxíð, eiturský, eldgos eða flóð - þá er ég á heimavelli.  

En vegna þess að ég játa ekki heilög trúarbrögð Sjálfstæðisflokksins, heldur kristna trú, hefur mér nú ekki verið boðin staða í utanríkisráðuneytinu - a.m.k. ekki ennþá, - enda alls óvíst að ég myndi taka boðinu.

Þannig að ég held bara áfram að blogga... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skemmtileg skrif, Ingibjörg, með mátulega léttum tóni gamans og alvöru.

Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 22.9.2008 kl. 21:23

2 identicon

Sæl Ingibjörg Elsa

Er íslensk leyniþjónusta þá til? Og er hún í höndum Samfylkingarinnar? Í utanríkisráðuneytinu?Ættir þú ekki heldur að fara undir tjaldskörina hjá Ingibjörgu Sólrún en hjá okkur í X-D?

Róbert (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 16:12

3 Smámynd: Anna Karlsdóttir

haha - never too late! Er ekki einhver órói þarna í sérsveit lögreglunnar um þessar mundir?

Anna Karlsdóttir, 23.9.2008 kl. 22:41

4 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Svo þú ert ástæðan fyrir varnarmálaráðuneytis-blæti dómsmálaráðherrans....hann þarf að nýta þig gegn rússunum, sem eins og allir vita, eru alveg við að hertaka Ísland ásamt sómölskum sjóræningjum og kínverjum...

Haraldur Davíðsson, 24.9.2008 kl. 03:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband