Hvernig heimurinn er í raun og veru!

http://www.mpiresearch.com/images/MainPagePhotos/News.jpg

Ef maður vill vita hvernig heimurinn er í raun og veru eða a.m.k. nálgast betri vitneskju um orsakir atburða verður maður að fá upplýsingar sínar annarsstaðar frá en frá íslenskum fjölmiðlum.  Einkum er fréttavalið hjá ríkissjónvarpinu lélegt og litað af heimsmynd og viðhorfum ríkjandi stjórnmálaafla. 

En hvar á hinn almenni borgari þá að nálgast upplýsingar ef hann vill komast nær sannleikanum um heiminn.  Eina leiðin er að lesa sjálfur og panta sjálfur þær bækur sem geta leitt mann í rétta átt.  Einnig er internetið ennþá tiltölulega frjálst, en hve lengi það varir veit enginn.  

Þeir sem ekki nenna sjálfir að lesa, eða afla sér upplýsinga eru dæmdir til að lifa í fáfræði.  Ekki er hægt að treysta sjónvarpinu, en meirihluti bandaríkjamanna fær t.d. allar upplýsingar um heiminn úr sjónvarpi.  Stjórnvöld í USA vilja halda fólki í fáfræði, vegna þess að það er auðveldara að stjórna þeim sem ekki vita.

Ég er í hópi þeirra sem vilja lifa og deyja með augun opin.  Það eru hins vegar margir sem vilja lifa í blekkingu og það fólk sem kýs það má lifa í sinni blekkingu áfram.  Ég nenni ekki að bjarga öllum heiminum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Hæ og hvað lest þú til að fá betri upplýsingar um heiminn. Sammála með sjónvarpið fréttir og fréttatengt efni er hrikalega lélegt

Erna Bjarnadóttir, 22.9.2008 kl. 08:44

2 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Bendi t.d. á nýlega bók eftir Naomi Klein, sem útskýrir stefnu repúblíkana og síðan er hægt að panta allar heimsins bækur t.d. í gegnum Amazon.  Einnig fæst dálítið í stúdentabóksölunni og Eymundsson/Mál og menningu... og ekki má gleyma Sunnlenska bókakaffinu.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 22.9.2008 kl. 10:10

3 identicon

Í USA er verið að loka á frjálsa umræðu á netinu. Rökræður á netinu sem beinast gegn stjórnvöldum eru skilgreindar sem "valdbeiting" með nýju frumvarpi, og þeir sem gerast sekir um slíkt "hryðjuverkamenn".

Googlaðu "House Bill 1955 og House Bill 1959" (homegrown terrorism bill)

Mannréttindasamtök USA fjalla um þessi nýju lög, American Civil Liberties Union "ACLU".

Athuga þetta VEL...... 

magus (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 19:06

4 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Þetta hljómar dálítið eins og grein 58 í stalinísku lögunum þar sem menn voru sendir í fangabúðir fyrir stjórnmálaglæpi.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 22.9.2008 kl. 19:59

5 identicon

Hljómar dálítið eins og grein 58!

Og um leið og þetta verður að lögum þá munu þessi nýju lög virka nákvæmlega eins og grein 58!

Hvað ætli grein 58 hafi verið kölluð hjá Hitler?

Hvað viltu meira? "Vinna gerir yður frjáls", "vinnubúðir"?

Googlaðu "US concentration camps", þær eru þegar tilbúnar þökk sé dótturfyrirtæki Haliburton.

Ekki trúa neinu sem ég segi, en ég skora á þig að athuga málið sjálf. 

magus (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband