Hinir nýju nihilistar!

The image “http://www.nndb.com/people/697/000055532/IvanTurgenev.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Stephen Hawking hefur í gegnum tíðina byrjað á að segja nemendum sínum, að eðlisfræðin fjalli ekki um það að sanna hvort að Guð sé til eða ekki.  Þar með er hann ekki að lýsa yfir trú sinni á Guð heldur að segja að trú á Guð sé og verði alltaf trúaratriði.   Guðleysi  eða atheismi er einnig trúaratriði.

Það sem menn eins og Richard Dawkins gera hins vegar er að þeir reyna að eigna sér kenningar raunvísindanna á sama hátt og fanatískir kristnir bókstafstrúarmenn reyna einnig að skipta sér af kennslu og boðun raunvísinda.  Dawkins heldur því fram að sannir vísindamenn geti ekki verið kristinnar trúar og fanatískir kristnir bókstafstrúarmenn halda því fram að það sem stendur í biblíunni eigi að skilja eins og vísindagrein í Planetary Science and Letters, svo dæmi sé tekið.  

Þegar ég hlusta á Richard Dawkins sé ég ekki trúlausan mann, heldur mann sem er vísindatrúar og hneigist jafnvel í átt til búddisma, vegna þess að í búddisma er jú enginn Guð í hinum kristna skilningi.  Richard Dawkins er í mínum huga mjög trúaður maður.

Trúleysi er þannig í mínum huga ákveðin trú á ekkert eða nihil, eins og Turgenev lýsti í skáldsögu sinni feður og synir, þar sem hinn sálarlausi og blóðlausi Bazarov var fulltrúi hinna trúlausu.  Hans uppáhaldsiðja var að kryfja froska, enda taldi hann froska ekki hafa neina sál, - því síður eiga framhaldslíf!

Bazarov þessi dó síðan úr berklum langt fyrir aldur fram.  Var það harmdauði.  

Ég held því fram að raunverulega trúlausir menn séu einfaldlega ekki til.  Það er hins vegar hægt að trúa á ýmislegt, og gera sér ekki einu sinni grein fyrir því sjálfur, sbr. trú á markaðslögmál, peninga, kapítalisma, kommúnisma, fasisma og þar fram eftir götunum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"Dawkins heldur því fram að sannir vísindamenn geti ekki verið kristinnar trúar"
Hvar heldur Dawkins því fram?

Matthías Ásgeirsson, 11.9.2008 kl. 00:56

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég held því fram að raunverulega trúlausir menn séu einfaldlega ekki til.

Ég held því þá fram á móti að trúað fólk sé ekki til.

Gagnleg umræða?

Matthías Ásgeirsson, 11.9.2008 kl. 00:57

3 identicon

"Ég held því fram að raunverulega trúlausir menn séu einfaldlega ekki til. Það er hins vegar hægt að trúa á ýmislegt, og gera sér ekki einu sinni grein fyrir því sjálfur, sbr. trú á markaðslögmál, peninga, kapítalisma, kommúnisma, fasisma og þar fram eftir götunum."

Richard Dawkins trúir því að hann mun vakna aftur í fyrramálið. Er hann þá orðinn trúaður?

Þú ruglar því saman að taka afstöðu miðað við undangengna reynslu og rökstuðning og svo trúarbrögðum. Trúlausir hafa hið fyrra en ekki það seinna.

Björgvin (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 01:19

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég endurtek spurningu mína.  Hvar heldur Dawkins þessu fram?

Matthías Ásgeirsson, 11.9.2008 kl. 10:20

5 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Fyrst þú villt ekki svara máttu gjarnan segja mér annað.  Fékkstu þessar upplýsingar frá Alister E. McGrath?

Matthías Ásgeirsson, 11.9.2008 kl. 11:17

6 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Nei, kæri Matthías,

Ég hef ekki lesið Alister E. McGrath en ég hlustaði á Dawkins sjálfan þegar hann kom hingað.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 11.9.2008 kl. 11:40

7 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Sagði Dawkins þá að "sannir vísindamenn geti ekki verið kristinnar trúar"?

Matthías Ásgeirsson, 11.9.2008 kl. 11:46

8 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Ef öll trúarbrögð eru "rökvilla", eins og Dawkins heldur fram, hvernig eiga þá sannir vísindamenn sem byggja á rökhugsuninni að öllu leyti að geta aðhyllst trúarbrögð?

Dawkins lét a.m.k. í þetta skína, ef hann sagði það ekki beinlínis orðrétt? 

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 11.9.2008 kl. 11:57

9 Smámynd: Arnar

Ingibjörg:
Trúleysi er þannig í mínum huga ákveðin trú á ekkert eða nihil..

Það er munur á 'trúa á ekkert' og 'trúa ekki'.  Algeng samlíking á þessum misskilningi trúaðra er : Að safna ekki frímerkjum er að safna frímekjum.

Sammála samt að trúarbrögð þurfa ekki að snúast um yfirnáttúrulega hluti, kommunismi og allt hitt sem þú taldir upp snýst oft upp í persónudýrkun sem líkja má við skipulögð trúarbrögð.

Arnar, 11.9.2008 kl. 12:06

10 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Með öðrum orðum, Dawkins hélt þessu ekki fram og hefur meira að segja haldið fram öndverðri skoðun.

Það er ákaflega einfalt að tala gegn trúleysi eins og þú gerir hér ef maður gerir trúlausu fólki upp skoðanir.

hvernig eiga þá sannir vísindamenn sem byggja á rökhugsuninni að öllu leyti að geta aðhyllst trúarbrögð?

Það hefur enginn haldið því fram að sannir vísindamenn byggi á rökhugsuninni að öllu leyti

Ég og fleiri (þ.m.t. Dawkins) höfum oft furðað okkur á því að sumir vísindamenn skuli þrátt fyrir afburðagreind aðhyllast órökréttar trúarskoðanir - en enginn hefurhaldið því fram að einstaklingur geti ekki verið trúaður vísindamaður.

 Michael Shermer skrifaði viðbótarkafla við bóka sína, Why people believe weird things, þar sem hann ræðir einmitt þetta.  En kaflinn heitir Why smart people belive weird things.

Kannanir sína svo að vísindamenn eru mun síður trúaðir en aðrir.

Eftir stendur að röksemdarfærsla þín þar sem þú tengir saman trúleysi og níhilisma byggist á rangfærslum.

Matthías Ásgeirsson, 11.9.2008 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband