30.8.2008 | 18:47
Alþjóða Rauði Krossinn býr sig undir loftslagsbreytingar
Alþjóða Rauði Krossinn hefur sett upp stofnun í Hollandi til þess að bregðast við loftslagsbreytingum. Stofnunin heitir Red Cross/Red Crescent Climate Center og vinnur nú markvisst að því að mæta þeim náttúruhamförum sem talið er að muni skella á vegna loftslagsbreytinga.
Margir vísindamenn ræða nú sín á milli hvort að fellibyljirnir Katarina og Gustav hafi orðið svona öflugir vegna þess að hitastig sjávar í Karabíska hafinu hefur hækkað og almennt má segja að meiri orka sé í andrúmsloftinu vegna hnattrænnar hlýnunar. Skoðanir eru skiptar en æ fleiri vísindamenn hallast að þeirri kenningu að fellibyljir í Karabíska hafinu eigi eftir að verða öflugri eftir því sem andrúmsloftið og hafið hlýnar.
Loftslagsnefnd Sameinuðu Þjóðanna óttast að loftslagsbreytingar eigi eftir að bitna verst á fátækustu íbúum heims.
Loftslagsstofnun Rauða Krossins hefur gefið út ársskýrslu um loftslagsbreytingar fyrir árið 2007 og bendi ég áhugasömum á að nálgast skýrsluna á pdf. formi á heimasíðu stofnunarinnar.
Athugasemdir
Blessuð einhverstaðar sé ég að fellibyljum hefur í raun fækkað Gustav er enn fréttamatur við skulum sjá hvað hann verður þegar að hann fer yfir New Orleans og þvi miður þá finnst mér margar þessar skýrslur ekki alltaf hlutlausar og bendi þér á að lesa greinar á eftirfarandi síðu http://www.mitosyfraudes.org/Warming.html
Ég ætla að lesa skýrslu Rauðakrossins því að mér þykir allur fróðleikur góður til að taka upplýstar ákvarðanir en hingað til er ég enn þeim megin að mér stendur meiri ógn af kuldaskeiði en hlýskeiðum. Hitt má hinsvegar ekki minnast á en er að mörgu leiti orsök allra þessa vandamála það er offjölgun mannkyns en hætt er við að allt yrði vitlaust ef að farið væri að taka á þvi vandamáli.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 30.8.2008 kl. 19:57
Það er einskýring enn á því hverns vegna þessir fellibyljir verða svona öflugir og hún er að efri lög lofthjúpsins eru hugsanlega farin að kólna venga minni virkni sólar en hafið er ennþá hámarkshita og það skapar ákjósnalegar aðstæður fyrir öfluga fellibylji.
Einar Þór Strand, 31.8.2008 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.