Mensa og mannfélagið

chimpanzee_thinking_posterUm daginn tók ég ókeypis greindarpróf á netinu.  Það væri svosem ekki í frásögur færandi nema að ég stóðst prófið og komst inn í einhverskonar félagsskap sem tengist Mensa.  Í þessum umræðuhópi sem ég komst inn í er fullt af Mensa félögum og núna er ég farin að velta því fyrir mér í alvörunni hvort að ég eigi að gera tilraun til þess að komast inn í Mensa.

Spurningin er hvernig ég get tekið Mensa próf hérna á Íslandi?  Ég þekki engan á Íslandi sem er í Mensa og veit ekki hvernig Íslendingar fara að því að taka Mensa próf.  Kannski verður maður að fljúga til Danmerkur eða Svíþjóðar til þess að taka slíkt próf.

Ég væri svosem ekkert að reyna að komast inn í Mensa, nema vegna þess að ég held að þar sé fullt af áhugaverðu fólki og umræður um raunvísindi sjálfsagt mjög áhugaverðar.  En ég myndi þurfa að undirbúa mig vel undir Mensa próf.  Ég efast um að ég treysti mér til þess að fara í slíkt próf án viðamikils undirbúnings.

Ef einhvert ykkar veit hvernig maður getur tekið Mensa próf - vinsamlegast látið mig vita! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Kæri Árni,

Kannski hefur þú rétt fyrir þér.  Það getur líka verið að svona fagídíótafélag henti mér ágætlega - ég er svoddan sérvitringur sjálf. 

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 27.8.2008 kl. 07:02

2 Smámynd: Stefán Gíslason

Fyrir ótalmörgum árum komst ég á snoðir um að á Íslandi væru tveir mensafélagar. Annar þeirra var kona, sem ég gæti best trúað að tengdist Reykholti með einum eða öðrum hætti, þó að ég viti ekki hvers vegna mér dettur það í hug. Nafninu er ég því miður búinn að gleyma. Hinn var Friðrik Skúlason, tölvuveirusérfræðingur hjá frisk.is (Friðrik Skúlason ehf). Já, það er sem sagt liðinn heill hellingur að árum síðan þetta var, en ég tel næsta víst að Friðrik viti eitthvað um málið.

Stefán Gíslason, 27.8.2008 kl. 10:41

3 identicon

Það tók nú bara 1 Google-leit til að finna Mensa á Íslandi

http://is.mensa.org/?lang=is&category=1

Gestur (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 13:04

4 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Kæri Gestur, þessi síða virðist ekki hafa verið uppfærð nýlega og netfangið sem er gefið upp virðist ekki vera til lengur. 

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 28.8.2008 kl. 00:07

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Djöf. er að heyra af þessu einelti hjá Rannís.

Þú ert nú greinilega bráðgreind og sést það vel á hnitmiðuðum og knappyrtum innleggjum hérna. Kvenfólk hentar almennt afar vel til stjórnunarstarfa að mínu mati og valda því eðlislægir kostir þess, sem hafa með að gera viðhald tegundarinnar og að hindra að hún verði útdauð. Allir heimsins kvenhatarar hafa komið úr móðurkviði.

Þannig að náttúran hefur lagt mikla ábyrgð á kvenfólk og við þurfum að ræða það og okkar allra hlutverk og okkar hagsmuni sem tegundar.  Og okkar samspil við aðrar tegundir og lífríkið. Það lifir jú hver á öðrum og þannig hefur náttúran sett það upp. En lífríkið hrynur og þessi keðja er greinilega að bresta og haldi það áfram mun tilvera mannsins sjálfs hrynja á endanum. 

Framfarir eru góðar en samt hafa þær leitt til hruns menningarsamfélaga í gegnum söguna. Það voru td. miklar framfarir að fá betri höggverkfæri til að fella tré en eftir það rann jarðvegurinn af fjöllunum og gróf siðmenningu Grikkja og Rómverja. Hugsanir?

Baldur Fjölnisson, 3.9.2008 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband