Í góðu skapi á Selfossi

gauguin.areareaNú er mígrenið sem hrjáði mig í gær horfið, og ég komin í þetta líka sólskinsskap.  Búin að svæfa köttinn og fá mér Tahiti jurtate sem bragðast eins og málverk eftir Gauguin.  Lífið hér á Selfossi er rólegt og yndislegt.  Fólkið hvert öðru betra, og notalegt hverfi sem ég bý í.  Alltaf hægt að skreppa í kaffi á Kaffi Krús, eða í Sunnlenska bókakaffið hjá Elínu og Guðbjörgu þar sem oft er glatt á hjalla. 

Mér finnst reyndar gaman að skreppa til Reykjavíkur í 2-3 daga til að hitta ættingjana og fara niður í miðbæ, en jafn gott finnst mér að koma heim aftur í rólegheitin og notalegheitin.  Og það er nóg að gera hjá fyrirtækinu Ingibjörgu Elsu Björnsdóttur, - er að klára að þýða 386 bls. vísindarit og fleiri verkefni detta svosem inn eins og gengur.

Svo þarf ég endilega að fara að klára meistararitgerðina mína í þýðingarfræðinni.  Hún er reyndar langt komin og fjallar um Vladimir Nabokov og þýðingar hans.  Ritgerðin er á íslensku, ensku og rússnesku og ég er að vona að hún sé einnig skemmtileg aflestrar.  Þannig að ég þarf ekki að kvarta yfir verkefnaskorti þótt að ég búi úti á landsbyggðinni enda alltaf hægt að finna verkefni ef viljinn er fyrir hendi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband