Alveg dottin í ljósmyndir

Fyrir 2 vikum gaf Valgeir mér Canon Powershot SX 100 myndavél og ég er búin að vera alveg heilluð af ljósmyndun síðan.  Svei mér þá ef þetta er ekki hið skemmtilegasta áhugamál.  Þetta verður kannski til þess að ég blogga minna, og tek meira af myndum í staðinn.

Gaman væri að taka seríu eins og álver á Íslandi,  fossar í útrýmingarhættu,  land sem fer undir vatn.

Reyndar eigum við myndir frá Töfrafossi og svæðinu í kringum Kringilsárrana.  Það er eins gott að taka myndir af landinu áður en það hverfur undir vatn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Þú verður ekki svikin af ljósmynduninni.  Það er eitthvert skemmtilegasta áhugamál sem maður getur dundað sér við. Og með Powershot að vopni eru þér allir vegir færir.

Það er bara að sækja sér stafrænar minningar um okkar yndisfagra land áður en það hverfur undir vatn og innflutt járnarusl.

Dunni, 14.8.2008 kl. 06:31

2 identicon

Nei, nú bloggar þú bara meira, því þú notar bloggið til að sýna okkur ljósmyndirnar...

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 10:16

3 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Gott hjá Valgeiri, bið að heilsa honum!

Guðrún Helgadóttir, 14.8.2008 kl. 18:15

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það eru óendanlegir möguleikarnir með digital myndavélunum. Maður sér strax árangurinn af tilrauninni og lærir því fljótt að nýta sér kosti myndavélarinnar. Sjálfur á ég Canon EOS 400D sem er frábær vél.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.8.2008 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband