28.7.2008 | 11:34
Virkjanir í neðri hluta Þjórsár - sendið inn athugasemdir strax!
Nú hefur aðalsskipulag Flóahrepps verið auglýst og frestur til að skila inn athugasemdum við skipulagið er föstudagurinn 1.ágúst 2008. Þetta aðalskipulag gerir m.a. ráð fyrir virkjun við Urriðafoss auk ýmissa annarra náttúruspjalla. Verði virkjanir í neðri hluta Þjórsár að veruleika mun Urriðafoss hverfa og vatnasvið Þjórsár verða fyrir umtalsverðu tjóni.
Allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að senda inn athugasemdir, sjá bréf sem hægt er að senda inn á vefslóðinni: www.thjorsa.com Einnig er enska útgáfu af bréfinu að finna á www.nature.is þannig að nú er um að gera að senda bréfið til vina og vandamanna erlendis. Við skulum öll sameinast um að bjarga Urriðafossi og Þjórsá! Látum boðskapinn berast!
Allir eru ennfremur hvattir til að skrifa bréf frá eigin brjósti og senda þau til Flóahrepps, 801 Selfossi, en ágætt er þó að lesa bréfið á www.thjorsa.com fyrst til að fá hugmynd um hvað málið snýst.
Verndum Þjórsá!
Athugasemdir
Er ekki hægt að senda athugasemdir MEÐ virkjun???
Arnbjörn (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 14:54
Jú hægt er að senda inn athugasemdir með virkjun, hvet menn til þess.
Virkjum Þjórsá og sköpum verðmæti Íslandi til heilla.
Jón Sveinsson (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 15:37
Já Jón, virkja meira, selja meiri raforku, um að gera
vantar baráttuhóp með virkjunum til mótvægis við virkjanaandstæðingum
hvert á maður annars að senda?
Arnbjörn (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 15:55
Sæll. Arnbjörn meðmæli með virkjun er t.d. hægt að senda á þessa linki hvet fólk til þess www.thjorsa.com www.nature.is
Jón Sveinsson (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 16:00
Sæl Ingibjörg, gott framtak hjá þér að vanda. Það er leitt að greindarskertir einstaklingar, heilaþvegnir af áróðri stóriðjuliðsins, skuli spamma bloggið hjá þér með leiðindastælum.
Ég er búinn að senda athugasemdarbréfið, ekki veitir af að hjálpa greyið hreppsnefndarmönnunum í þessum litla hreppi að standa skjálfandi í lappirnar gagnvart ofurefli og yfirgangi álrisanna og leppa þeirra í Landsvirkjun.
Ég bætti við eftirfarandi í bréfið til Flóahrepps:
Það er þyngra en tárum taki að Ísland, eitt af sjö ríkustu löndum í heimi samkvæmt flestum alþjóðlegum stöðlum, skuli sýna mengandi stóriðjufyrirtækjum jafnmikinn undirlægjuhátt, ef ekki meiri, en bláfátækar þjóðir Asíu og Afríku, sem hafa látið troða upp á sig mengandi stóriðju vegna fátæktar sinnar. Ég mótmæli því jafnframt harðlega að þrátt fyrir hina gríðarlega ál- og virkjanvæðing undanfarinna áratuga og kannski vegna hennar skuli heimilin í landinu og atvinnufyrirtæki, þar á meðal aðilar sem stunda vistvæna lífræna ræktun á matvælum, skuli búa við fimmfalt orkuverð miðað við hin erlendu umhverfisfjandsamlegu stóriðjufyrirtæki.Theódór Norðkvist, 28.7.2008 kl. 17:16
Það þarf ekki að berjast fyrir virkjunum. Þær verða byggðar verði ekki gerðar neinar athugasemdir, og sennilega líka þótt komi milljón athugasemdir.
Villi Asgeirsson, 29.7.2008 kl. 15:08
Það er sama bullið alltaf sem rúllar yfir tennur fólks sem er "yfir það hafið" að verða atvinnulaust.
Það er ekkert að því að virkja neðri hluta Þjórsár, það skiptir meira máli hve há lónin verða.
Af hverju mótmælir fólk ekki þegar jarðir fara undir skóga, mér finnst það bara ekkert smekklegt þegar ég sé skóga vera farna að teppa mér sýn til Búrfells, Heklu, Tyndfjalla og Þríhyrnings þegar ég keyri Suðurlandsveg milli Hellu og Hvolsvallar, það vatn sem safnast í lón neðanverðar Þjórsár kemur ekki til með að valda neinni sjónmengun, en skaffar vinnu.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 29.7.2008 kl. 22:11
Ég er viss um að Högni Jóhann myndi mótmæla ef það ætti að sökkva hans húsi á bólakaf, eða eyðileggja með jarðýtum. Hann myndi gefa lítið fyrir þau rök að vinnan við að eyðileggja húsið skapi vinnu handa verktökum og smiðum.
Þau eru orðin þreytandi rökin um að það séu til alvarlegri umhverfisvandamál en virkjanir og álver. Það er enginn að þræta fyrir það.
Það eru til verri drullusokkar en Steingrímur Njálsson og Guðmundur í Byrginu. Má þá ekki gagnrýna þá?
Síðan minni ég á að ein álbræðsla mengar svipað og megnið af bílaflota Íslendinga.
Theódór Norðkvist, 30.7.2008 kl. 10:07
Virkjun Þjórsár hefur ekkert með álver að gera, þó svo að að öllum líkindum verði raforkan notuð í álver að einhverju leyti en ég get verið á móti álveri þó svo að ég sé sammála virkjunum.
Jú Theódór ég væri alveg til að húsið mitt færi undir mannvirki sem gæfi meira og fleirum afkomumöguleika, það er nú svo.
Og svo endurtek ég:
Það er sama bullið alltaf sem rúllar yfir tennur fólks sem er "yfir það hafið" að verða atvinnulaust.
Það er ekkert að því að virkja neðri hluta Þjórsár, það skiptir meira máli hve há lónin verða.
Af hverju mótmælir fólk ekki þegar jarðir fara undir skóga, mér finnst það bara ekkert smekklegt þegar ég sé skóga vera farna að teppa mér sýn til Búrfells, Heklu, Tyndfjalla og Þríhyrnings þegar ég keyri Suðurlandsveg milli Hellu og Hvolsvallar, það vatn sem safnast í lón neðanverðar Þjórsár kemur ekki til með að valda neinni sjónmengun, en skaffar vinnu?
Högni Jóhann Sigurjónsson, 30.7.2008 kl. 12:48
Klukkan hvað má ég mæta með jarðýturnar?
Theódór Norðkvist, 30.7.2008 kl. 13:59
Hvenær sem er, en ég býst við að við tölum saman fyrst um hluti eins og hvað þú ert að fara að gera ofl. ég sé ekki fyrir mér að það eitt að húsið mitt verði rifið veiti fleirum afkomumöguleika.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 30.7.2008 kl. 14:23
Theódór Norðkvist, 30.7.2008 kl. 14:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.