25.7.2008 | 22:44
Hvað er að gerast við Þjórsá og í heiminum almennt?
Stundum spyr ég sjálfa mig þeirrar spurningar hvort að þeir sem lifa og hrærast í heimi fjölmiðla og sjónvarps hugsi eina einustu sjálfstæða hugsun? Það er svo auðvelt að gleyma sér í orðræðunni, textaflæðinu og láta mata sig af upplifunum og hugsunum sem strangt tiltekið eru tilbúnar af fjölmiðlum en ekki raunverulegar. Þeir sem eru mestir sjónvarpsfíklar tala um sjónvarpið og leikara í bíómyndum eins og þeir séu fjölskyldumeðlimir og sjónvarpið sé raunveruleikinn. EN því miður er orðræða fjölmiðla ekki það sama og raunveruleikinn.
Fjölmiðlar hafa t.d. mjög lítið lýst því hvað er að gerast í raun og veru í tengslum við virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Umfang og dýpt uppistöðulóna er mun meiri en flestir fjölmiðlamenn gera sér grein fyrir og átökin vegna virkjananna eru mun djúpstæðari en fjölmiðlar hafa lýst. Landeigendur hafa höfðað mál og stór hluti landeigenda er á móti virkjunum. Mér finnst fjölmiðlar ekki vera að standa sig varðandi fréttaflutning af því sem er RAUNVERULEGA að gerast við Þjórsá.
Enda eru fjölmiðlar ekki sérstaklega færir í því að flytja fréttir af raunveruleikanum. Ég bendi þeim sem vilja vita hvað er raunverulega að gerast í veröldinni í dag á að lesa bók sem heitir "The Shock Doctrine" eftir Naomi Klein. Hrollvekjandi en því miður alltof sönn lesning. Skyldi Þorgerður Katrín hafa lesið bókina? Ef ekki, þá er ég tilbúin að lána henni eintak.
Athugasemdir
Tek undir gagnrýni þína á íslenska fjölmiðla - þeirra hlutur, er snýr að ALVÖRU upplýsingamiðlun, er til skammar.
Langar í leiðinni að benda á fyrirlestur Naomi Klein á YouTube - ekkert mambó djambó þar á ferð...
Ásgeir Kristinn Lárusson, 26.7.2008 kl. 00:53
Það eru til fréttamenn og það eru til fréttastjórar. Það er kjarni málsins.
Júlíus Valsson, 26.7.2008 kl. 02:02
Því miður er það nú svo að í fyrsta lagi þá stjórna stórfyrirtæki allt of miklu um það hvaða fréttir eru sagðar og hvernig þær eru sagðar. Auk þess stjórnast fréttaflutningur að verulegu leyti af eftirspurn, og það þykir af einhverjum ástæðum (sem ég reyndar skil ekki) áhugaverðara hver riðlast á hverjum í Hollywood og hver græðir zilljón grilljónir á hlutabréfamarkaðnum, heldur en hvernig þeir hinir sömu gróðapungar eru að fara með náttúruna okkar og framtíðarmöguleika plánetunnar.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.