Síðasta rússakeisara minnst

http://cache.eb.com/eb/image?id=91417&rendTypeId=4

Þessa dagana minnast menn í Rússlandi Nikulásar II rússakeisara og fjölskyldu hans, en keisarafjölskyldan var tekin af lífi í Jekaterínburg að morgni hins 17.júlí árið 1918.  Um hryllilegan glæp var að ræða enda var keisarinn búinn að afsala sér völdum löngu áður.

Nikulás II var rólegur og ljúfmannlegur maður sem ekki kunni við að beita grimmd.  En þegar hann afsalaði sér völdum skapaðist mikið valdatóm, sem boshevikar með Trotský í fylkingarbrjósti (vegna þess að Lenín var í Finnlandi, en ekki í Rússlandi) notuðu til að ná völdum.  

Enginn spáði stjórn boshevika löngum lífdögum, en með harðfylgi og með því að beita ómældri grimmd tókst bolshevikum og síðar kommúnistaflokki Rússlands að halda völdum allt til ársins 1991.  

En þrátt fyrir að kommúnistar hafi reynt að afmá bæði trúarbrögð og allt sem tengdist keisaranum, er ljóst að mörgum Rússum þykir vænt um rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna svo og um sögu og menningu keisaradæmisins.

Á dögum Jaroslavs sem sagt er frá í Nestorskróníkunni, er sagt að um allt Rússland hafi verið hvítir kirkjuturnar.  Fæstir vita að Rússar eiga forn miðaldahandrit sem jafnast að nokkru leyti á við Íslendingasögurnar eins og t.d. Slovo o polku Igorevi eða Ígorskviðu sem hefur verið þýdd á íslensku af Árna Bergmann.

Þannig er menning Rússa, mun eldri og margbrotnari en margir vesturlandabúar gera sér almennt grein fyrir.En við skulum minnast rússnesku keisarafjölskyldunnar og allra þeirra 30 - 70 milljóna Rússa sem létu lífið í tilraun kommúnismans til að skapa betri heim. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Eðvarðsson í Vilnius

Gott innlegg hjá þér Ingibjörg.

Rússar eru misskilin þjóð sökum valdamanna sinna. Rík af sögu, menningu og náttúruauðlindum.
1703 þegar Pétur mikli dró kross í jörðina þar sem St. Pétursborg skildi rísa. Sama ár hófust framkvæmdir við tónlistarhús sem enn þann dag í dag er í fullri notkun.

Frá þeim tíma liðu 145 ár þangað til Íslendingar heyrðu fyrst fjórradda söng..

Staða Rússlands er að breytast gríðarlega. Mörgum til angurs..

Eyþór Eðvarðsson í Vilnius, 17.7.2008 kl. 07:57

2 identicon

Valdatími Nikulásar annars var bóði drifin og var hann jafnan kallaður blóðugi Nikulás. Maðurinn var einræðisherra sem bar ábyrgð á endalokum síst færri mannslífa en sambærilegir nútímakollegar hans s.s. Saddam Hussein. Það réttlætir ekki að hann skuli hafa verið tekinn af lífi og þaðan af síður að fjölskylda hans hafi verið það, en það er óvirðing við fórnarlömb hans að gera lítið úr glæpum hans.

Héðinn Björnsson (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 10:44

3 identicon

Gestur (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 11:45

4 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Nikulás II var hreinasta ljúfmenni samanborið við Nikulás I sem eyddi morgunstundum sínum í að undirrita aftökuskipanir.  Svo maður tali nú ekki um Ivan grimma.

Þetta með að Nikulás II hafi verið síðasti rússakeisari er umdeilt, vegna þess að margir vilja kalla Stalín Rauða keisarann og er hann þá flokkaður með Nikulási I og Ivan grimma sem einn sá allra grimmasti.

Nikulás II kemst í mínum huga ekki á sama stall illmenna og Saddam Hussein eða Stalín.  Þar með skal ekki gert lítið úr blóðuga sunnudeginum í Rússlandi eða þeim glæpum sem framdir voru í hans nafni. 

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 17.7.2008 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband