Fagra Íslandi slátrað

http://www.pensions-research.org/conferences/iceland/iceconf.jpg

Nú hefur komið í ljós að það er ekki meirhlutafylgi innan Samfylkingarinnar fyrir þeirri stefnuskrá sem kölluð hefur verið fagra Ísland.  Þar fór það, og kemur kannski ekki mikið á óvart. 

Nú eru það einungis Vinstri grænir sem standa eftir og eru ennþá á móti Þjórsárvirkjunum ásamt landeigendum og heimamönnum.  

Nú á að keyra í Búðarhálsvirkjun og reyna að þröngva hinum virkjununum niður í kokið á fólki, allt fyrir stórfyrirtækin Rio Tinto og einnig fyrir hugarfóstur Samfylkingarinnar sem eru netþjónabúin.  

Netþjónabúin eru sérstakt gæluverkefni Samfylkingarinnar og ætla þeir að nota þau sem afsökun til að fara í virkjanir í neðri hluta Þjórsá, jafnvel þótt að eitt netþjónabú þurfi ekki nema brot af þeirri orku sem fæst úr hverri virkjun.  

Hvaða máli skiptir þótt að einstaka þingmenn og ráðherrar Samfylkingar segist styðja Fagra Ísland, ef flokkurinn stendur ekki á bak við þá.  Það er einfaldlega búið að slátra Fagra Íslandi.

Núna áttar umhverfissinnað fólk sig kannski á því að VG er eina andspyrnan gegn yfirráðum erlendrra stórfyrirtækja í landinu, eina aflið sem þorir að berjast gegn eyðileggingunni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Nú eru það einungis Vinstri grænir sem standa eftir og eru ennþá á móti Þjórsárvirkjunum ásamt landeigendum og heimamönnum. "

Þessi fullyrðing á ekki rétt á sér. Ég telst til heimamanna, bý austan við Þjórsá, í Rangárþingi Ytra. Hér virðast fáir á móti þessum framkvæmdum, heimamenn fagna þeim frekar en hitt.

Ég hvet ráðamenn til að standa í lappirnar, halda sínu striki og láta ekki háværan minnihluta koma í veg fyrir þetta.

Guðjón (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 08:28

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Það er meirihluti íbúa svæðisins á móti virkjununum. Hugur sumarhúsaeigenda hefur sennilega ekki verið kannaður. Við eigum fund í næstu viku með Landsvirkjun þar sem sennilega einhliða verður okkur gerð grein fyrir hversu æðisleg framkvæmd þetta sé og og okkur sumarhúsaeigendum ætti að standa slétt á sama. Enda skilst mér að Landsvirkjun ætli að borga leiguna fyrir okkur meðan á þessu stendur. Sem kemur þá að því hver borgar leiguna? Íslenskir skattgreiðendur?

Samfylkingin skoraði með Fagra Ísland. Hjá mér sem þó kaus hana ekki og fleirum. En nú er að koma í ljós að þetta plagg er klósettpappír, hentugastur til notkunar við magakveisu þeirri sem fylgir því að hafa kosið flokk sem meinti ekkert annað en það að komast að kjötkötlunum. Flokk sem hræddist að vera í stjórnarandstöðu. Flokks sem VARÐ að komast að.

Það að hleypa margdæmdum umhverfisglæpafyrirtækjum að til að menga hér meira eins og Rio Tinto er ásættanlegur fórnarkostnaður. Fyrir völd. 

Svo eru netþjónabúin bara aumkunarverð réttlæting Samfylkingarinnar á því að vera hækja Stóriðjuflokksins.

Þessi flokkur hefur greinilega ekki fattað að fólk ætlaðist til að þau væru að meina það sem þau væru að segja.

Ævar Rafn Kjartansson, 11.7.2008 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband