Isaac Bashevis Singer

Jewish-Old-MenRithöfundurinn Isaac Bashevis Singer skrifaði bók um barnæsku sína sem telja verður til klassískra bókmennta.  Bókin heitir á íslensku Ánægjulegur dagur eða á ensku:  A day of pleasure, og segir frá uppvexti Singers í fremur fátæku gyðingahverfi í Varsjá fyrir seinni heimstyrjöld.  Faðir Singers var rabbíi sem allir í hverfinu virtu og leituðu til ef eitthvað bjátaði á.  Það var því margt sem faðir hans þurfti að leysa.  Singer byrjaði sjálfur snemma að segja krökkunum í hverfinu skáldaðar sögur, og virðist sem frásagnargáfan hafi verið Isaac Bashevis Singer í blóð borin.

Singer lýsir í þessari bók hinni gömlu Varsjá, eins og hún var áður en hörmungar seinni heimstyrjaldar skullu á, og hann lýsir í raun heimi sem í dag virðist vera nánast horfinn.  Gamlar þvottakonur með þvottabala á bakinu,  Gamlir menn með langt skegg að ræða um Talmúd og ætíð gerðist eitthvað merkilegt og frásagnarvert í hverfinu hans Singers.

Ánægjulegur dagur er ein af mínum uppáhaldsbókum og ef þið hafið ekki lesið hana, þá skuluð þið endilega verða ykkur úti um eintak.  Isaac Bashevis Singer er nóbelshöfundur og hann er einn af þeim sem átti nóbelinn skilið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtileg færsla hjá þér Inga.

Singer er einn af mínum uppáhaldshöfundum og Hjörtur Pálsson hefur þýtt bækur hans vel á íslensku. Hinn gyðinlegi heimur er heillandi veröld, en ekki munaði miklu að Nasistum tækist ætlunarverk sitt að eyða þeirri veröld með öllu. Og ekki komu við Íslendingar hælisleitandi Gyðingum til hjálpar á þeim tíma sem þeir reyndu að bjarga lífi sínu með því að komast til vinveittra landa. Og enn erum við á sama róli, sbr. mál ungu hjónanna frá Kenía.

Þú ættir, eins og þér er svo lagið, að skrifa um það mál í minningu Gyðinga og ekki síður í minningu hins merka siðfræðings, föður þíns heitins dr. Björns Björnssonar prófessor sem haldinn var ríkri réttlætiskennd. Þá réttlætiskennd virtist skorta hjá íslenskum yfirvöldum þegar hælisleitendum er vísað úr landi án þess að fá réttláta meðferð. Samræmi vissulega þar: Þeim er öllum vísað úr landi! Íslendingum til mikillar skammar. 

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband