6.7.2008 | 23:48
Að velja sér búsetu skv. jarðfræði
Einn ágætur jarðeðlisfræðingur sem ég þekki orðaði það þannig að það væru nokkrir staðir á Íslandi þar sem hann myndi alls ekki kaupa sér hús. Hins vegar vildi hann ekki segja nánar hvaða staðir það væru enda viðkvæmt mál. En ef við lítum aðeins á stöðuna - hvað þá?
Það er búist við að bráðum geti Hekla farið að gjósa litlu gosi. Katla aftur á móti gæti gosið stærra gosi, og hún er komin á tíma. Síðan er allt Reykjanesið hugsanlegt eldgosasvæði vegna þess að þar eru a.m.k. fimm stór eldstöðvakerfi sem gætu látið á sér kræla.
Það eru að sjálfsögðu til viðbragðsáætlanir fyrir alla þessa hugsanlegu viðburði. Samt sem áður gæti orðið erfitt að komast út úr höfuðborginni ef þyrfti, vegna þess að leiðin út úr borginni er frekar þröng. Meðal annars þess vegna er mikil þörf á Sundabraut og mætti svo sem alveg setja hana af stað fljótlega núna þegar vantar framkvæmdir.
Athugasemdir
Ég var einmitt að blogga um það ef að Reykvíkingar þyrftu að yfirgefa borgina vegna náttúruhamfara, með okkar einbreiðu vegi. Það yrði algjört kaos og allt myndi stoppa.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.7.2008 kl. 02:32
Mig dreymdi að höfnin væri eina útgöguleiðin en það mátti samt litlu muna með hana....veit að þetta eru ekki vísindi
Hólmdís Hjartardóttir, 7.7.2008 kl. 05:48
Eru þetta ekki Grindavík, Vestmannaeyjar og Húsavík? Kannski Hveragerði sé þarna líka?
barki (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 10:02
Þetta á ekki að vera viðkvæmt mál. Þetta þarf að ræða og það þurfa að vera til viðbragðsáætlanir. Hvernig eiga t.d. Reykvíkingar að koma sér burt ef hættuástand skapast. Þeir komast eki einu sinni til og frá sumarbústaðnum á rólegum sumardegi! Menn stinga gjarnan hausnum í sandinn (eða reyndar í eldfjallaöskuna) og tauta "þetta reddast einhvern veginn".
Annars virðist það einungis vera tímaspursmál hvenær það "sýður uppúr" á Reykjanesi og/eða í kring um Hveragerði.
Júlíus Valsson, 7.7.2008 kl. 12:48
Við skulum gera okkur grein fyrir að jarðfræðingurinn nafnlausi, sem hér er vísað til, hefur án efa haft ýmiskonar náttúruvá í huga. Nefni sem dæmi auk eldgosa, sem hér að ofan hafa einkum verið nefnd; jarðskjálfta, skriðuföll, snjóflóð, sjávarflóð, vatnsflóð af ýmsu tagi, fárviðri eða jafnvel hafís og er þá vísast ekki allt talið. Það má því segja að Ísland allt sé eitt samfellt hættusvæði. Þótt það sé líklega ekki almenningi ljóst, þá hafa Almannavarnir gert ítarlega úttekt á öllum þessum þáttum og almannavarnaáætlanir eru til fyrir flest byggð ból á landinu. Í þeim felst meðal annars úttekt og mat á þeim hættum, sem fyrir hendi eru. Flestir s.n. viðbragðsaðilar hafa haft til þess tækifæri að kynna sér þessar áætlanir og læra hlutverk sitt í þeim, miðað við mismunandi forsendur. Þótt ekki megi ofmeta þessar áætlanir sem öryggisatriði, þá er enn síður ástæða til að vanmeta þær.
bóbó (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 14:32
Flytjum bara öll í Búðardal.
Púkinn, 7.7.2008 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.