3.7.2008 | 15:56
Yndislegt að búa á Selfossi
Þrátt fyrir skjálftahrinur finnst mér hvergi eins yndislegt að búa og á Selfossi. Hér er gott mannlíf, gott fólk, næg þjónusta, frábær heilsugæsla, íþróttaaðstaða, tónlistarskóli, frábært tónlistarlíf og svo má lengi telja. Mér finnst í raun og veru að ég eigi varla að segja frá því hvað er gott að búa hérna til þess að Selfoss verði ekki eins og Reykjavík. En á því er nú kannski ekki mikil hætta.
Ég er samt Reykvíkingur sjálf, og þekki Reykjavík eins og lófan á mér. En mikið er umferðin orðin leiðinleg í höfuðborginni, og mikið getur fólk verið ókurteist og ruddalegt niðri í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldum. Nei ég fíla ekki Reykjavík og mér finnst allt í lagi að vera í Reykjavík í 2-3 daga samfleytt en ekki lengur.
Það eina sem ég sakna frá Reykjavík er kannski Þjóðarbókhlaðan og Háskólasvæðið eins og það leggur sig. En vonandi verður sett upp háskólasetur á Suðurlandi og jafnvel Suðurlandsakademía í tengslum við Reykjavíkurakademíuna. Slíkt gæti eflt mjög allt akademískt starf hér á Suðurlandi.
Athugasemdir
Sæl Ester,
Það eru mjög góðir læknar hérna á Selfossi. Og það er sjúkrahús hérna líka, sem að sjálfsögðu má alltaf styrkja og efla enn meir. Síðan er ekki nema 45 mínútna akstur til Reykjavíkur ef eitthvað kemur upp á sem þarf að skoða í Reykjavík. Þannig að við búum við meira öryggi en víða annarsstaðar "á landsbyggðinni". Heilsugæsluna má þó alltaf efla, enda fjölgar íbúum í Árborg stöðugt.
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 4.7.2008 kl. 05:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.